Er Guðlaugur Þór kominn aftur í heilbrigðisráðuneytið?

Þegar ég las þessa frétt um sameiningu í heilbrigðiskerfinu og hagræðingu velti ég fyrir mér hvort það hefði farið framhjá mér að Guðlaugur Þór væri aftur orðinn heilbrigðisráðherra. það var nefnilega svo að ef Guðlaugur Þór nefndi í sinni ráðherratíð orðin sameining,hagræðing, betri nýting á fjármunum, ætlaði Ögmundur núverandi heilbrigðisráðherra og aðrir Vinstri grænir gjörsamlega að tapa sér. Þá var hrópað að Guðlaugur Þór gerði atlögu að heilbrigðisþjónustunni, ráðist væri að grunnþjónustu,eingöngu bisnesssjónarmið væru látin ráða en hagur þeirra sem þyrftu á heilbrigðisþjónustu væri settur í annað sæti.

Nú er Ögmundur orðinn heilbrigðisráðherra og þá er í lagi að skera niður, hagræða,sameina stofnanir o.s.frv. Nú er allt annað upp á teningnum hjá Ögmundi og Vinstri grænum. Er það nokkuð skrítið þó manni detti í hug að Guðlaugur Þór væri á ný kominn í heilbrigðisráðuneytið.


mbl.is Bráðamóttökur sameinaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórólfur Ingvarsson

Ögmundur segist gera allt í ljósi þess að hann ræði málin við alla sem þau varða og allt er gert hjá honum með sátt og góðu samráði við alla, það er allavega þetta sem Ögmundur vill að ég og aðrir trúi.  

Þórólfur Ingvarsson, 6.7.2009 kl. 19:33

2 identicon

Hér höfum við dæmi um sjálfstæðismann sem sér ekki mun á því að sameina stofnanir í mismunandi landslhlutum og í mismunandi hverfum. Jafnvel þó að hið fyrra þýði að íbúar eins landshlutans þurfi að keyra klukkustundum saman til að komast í hinn á meðan hið síðara þýði fimm mínútnla lengri keyrslu fyrir íbúa hins hverfisins. 

Gæinn sem hugsar (IP-tala skráð) 7.7.2009 kl. 01:47

3 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Ögmundur er í erfðri stöðu, og það vsr Guðlaugur þór líka.Þeir tóku báðir rsnga ákvörðun. Þessi breyting getur kostað mannslíf, en við skulum samt vona að svo fari ekki. Það er líka röng og dýr ákvörðun, að halda áfram þeim áætlun að byggja svokallað hæatækmisjúkrahús á lóð LHS við Barónsstíg, en þeim áformum á að fresta. Þar liggur ekkert á. Verði slík bygging reist, ætti hún að rísa sem viðbygging við gamla Borgarspítalann í Fossvogi.

Með kveðju, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 7.7.2009 kl. 05:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband