Flokkast mjólk sem munaðarvara?

Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra sagði á sínum tíma að það ætti að hækka skatta á munaðarvörum og tiltók áfengi,tóbak og eldsneyti.

Uppi hafa verið hugmyndir hjá Vinstri stjórninni um hækkun á munaðarvörum sem innihalda sykur og reyna með því móti að stýra neyslunni.

Spurning hlýtur því að vakna við þessa hækkun á mjólk hvort hún sé nú flokkuð með munaðarvörum.Hvernig ætli barnafólki finnist þessa nýjasta kveðja vera um hækkunina á mjólkinni.

Varla verður þessi hækkun á mjólkinni til að lækka verðbólguna eða vextina.


mbl.is Mjólkin hækkar um 10 krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skiftir engu máli hvað er hækkað, það hefur áhrif á allt annað = það hækkar.  Hækkaðu bensín, og mjólkin hækkar, því allir þurfa bensín, líka þeir sem fara um hjólandi.  Hækkaðu tóbak, sem enginn í raun þarf að nota, og það finnur sér leið út í verð á mjólk.

Allt mun stemma sig af.

Það eina sem gerist er að það getur verið að gjaldþrot gerist fyrr, oftar og minna fáist í Ríkiskassann.

Ásgrímur (IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 08:04

2 identicon

Síðasta setningin er góð:

"Verð til bænda hækkar ekki."

Annars er þetta samt (eftir hækkun) einhver ódýrasta mjólk í Evrópu.

Jón Logi (IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 08:18

3 Smámynd: Geir Guðbrandsson

Vil benda þér á, kæri Sigurður, að verðlagsnefndin hefur ekki heimildir til að ákvarða skattstofnabreytingar eða opinbera innheimtu, enda er ekki um slíkt að ræða í þessu dæmi, þarna er um að ræða hækkun til þess fallna að mæta hækkuðum framleiðslukostnaði.

 Maður með þitt gáfnafar hlýtur að skilja eins einfaldan hlut og að þegar það verður dýrara að framleiða eitthvað verður óhjákvæmilega dýrara að kaupa það líka.

Geir Guðbrandsson, 10.7.2009 kl. 10:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband