Ætli Steingrímur J. og Jóhanna hlusti á Evu Joly ?

Hingað til hafa hvorki Steingrímur J. formaður V instri grænna eða Jóhanna formaður Samfylkingar viljað hlusta á þá sem gagnrýnt hafa samninginn við Breta og Hollendinga varðandi Icesave. Þau hafa viljað keyra samninginn í gegnum Alþingi þrátt fyrir efasemdir margra þingmanna.

Nú hlýtur gagnrýni Evu Joly að vega mjög þungt. Hún dregur nefnilega upp þá mynd sem ég held við þurfum aðallega að hafa áhyggjur af. Ungt og menntað fólk mun hreinlega yfirgefa landið þannig að aldurssamsetning þjóðarinnar verði allt öðruvísi í framtíðinni heldur en nú er. það sjá allir hvaða áhrif þetta mun hafa.

Eva Joly segir einnig að ísland hafi verið að vinna í því umhverfi sem reglugerð ESB gerðu ráð fyrir.Bretar og Hollendingar tóku vel á móti íslensku bönkunum,en ætla nú að hafa forystu um það að dæma Ísland til fátæktar.þ

Athygli vekur einnig að Norðurlöndin gera ekkert í því að mótmæla því að stórþjóðirnar ætla sér að kúga Ísland til hlýðni.

Forystumenn Vinstri stjórnarinnar hljóta nú að setjast niður og meta stöðuna uppá nýtt.

Ég hefur áður komið með þá tillögu að formenn allra stjórnmálaflokkanna sem sæti eiga á Alþingi myndi nefnd sem óski eftir að Icesave samningurinn verði tekinn upp. Stjórnmálaforingjarnir eiga hreinlega að drífa sig saman til Bretlands og Hollands og óska eftir viðræðum við forystumenn ríkisstjórna landanna.

Það hefur sýnt sig að Svavars nefndin hefur hlúðrað málunum. Það þarf samstöðu allra stjórnmálaflokkanna til að ná því að snúa blaðinu við.

Steingrímur J. og Jóhanna verða að láta af stífni sinni í málinu.


mbl.is Stöndum ekki undir skuldabyrði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Spá mín um algert hrun fasteignaverds á Íslandi mun raetast:  Midad vid núverandi verd íbúdarhúsnaedis er alveg ljóst ad um minnst 50% laekkun verdur ad raeda.

60-70% laekkun er ekki ólíkleg....jafnvel 80% laekkun.  Hús sem verid er ad reyna ad selja í dag fyrir 40 milljónir mun í besta falli seljast fyrir 20 milljónir.

Ris og kjallaraíbúdir verda óseljanlegar med öllu.

Thjód sem lét og laetur enn í dag vada yfir sig med kvótakerfinu baud spillingaröflunum upp á ad afhenda bröskurum ríkisbankana.  Thetta gerdi thjódin med thví ad kjósa Spillingarflokkinn og Framsóknarspillinguna.

Thjódin var raend med eigin vilja.

*Spáin raetist* (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 12:38

2 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Thad skulum við rétt vona Sigurður minn.  Eins og fram kemur í bloggfærslu minni í morgunn hvet ég til byltingar,  ef thau sötuhjú,  formenn svokallaðra vinstri flokka á Íslandi sjá ekki að sér.  Kveðja frá Svíthjód.

Þorkell Sigurjónsson, 1.8.2009 kl. 14:18

3 Smámynd: Elle_

Ekkert víst það verði hlustað.   Fólk virðist vera orðið heyrnarlaust og heyrir ekkert í okkur þó við séum orðin blá í framan að segja það sama, um EU, flutninga, Icesave etc.    Kannski þora þau ekki öðru núna þó, þegar Eva Joly, aðalverndari okkar gegn kúgun, er farin að verja okkur úti í heimi?

Elle_, 2.8.2009 kl. 19:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 828218

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband