Úrræðaleysi og svartsýni það sem einkennir Vinstri stjórnina.

Undrandi er ég á verkalýðsleiðtoganum hafi hann virkilega trúað því að Vinstri stjórnin gerði alvarlega tilraun til að virða stöðugleikasáttmála hvað þá að tryggja láglaunahópum kjarabætur. Það hlýtir að vera dálítið sérstök upplifun fyrir forystumenn verkalýðsins að upplifa það að vinstri stjórnin ræðst hressilegaá kjör þeirra lægst launuðu, öryrkja og ellilífeyrisþega.

Því miður er það einnig svo með marga sveitarstjórnarmenn að þeirra eina lausn er að hækka skatta og skerða kjör þeirra sem lægst hafa launin. Auðvitað eiga vel stæð sveitarfélög nú að koma þegnunum til aðstoðar. Sem betur fer sé ég að mitt sveitarfélag,Garðurinn, er að halda framkvæmdum uppi og hefur í sumar skaffað unga fólkinu vinnu við að snyrta og fegra bæinn.Að sjálfsögðu á jafn vel sett sveitarfélag og Garðurinn að halda uppi miklum framkvæmdum á þessum tíma. Einnig þarf að stilla álögum mjög í hóf. Nú er t.d. rétti tíminn að fella niður gjöld vegna skólamáltíða og lækka verulega gjaldskrá leikskólans. Á þann hátt væri komið vel á móts við barnafjölskyldur.

Margir hafa bent á að í dag vantar okkur leiðtoga sem reynir að tala kjark í þjóðina.Nú er það svo að þegar Jóhanna kemur fram er allt svo erfitt,úlitið er svo svart o.s.frv. það er eðlilegt að fólk sé hreinlega að gefast upp.


mbl.is Sáttmálinn marklaust plagg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Svartsýnin er mest hjá Sigmundi Davíð og Bjarna Ben sem sjá andskotann í öllum hornum.  

Jón Ingi Cæsarsson, 6.8.2009 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband