Velur Ögmundur frekar hagsmuni Íslands heldur en ráðherrastólinn ?

Allt er á suðupunkti í ríkisstjórninni.Jóhanna hótar stjórnarslitum ef þingmenn stjórnarliðsins samþykkja ekki Icesave.

Ögmundur Jónasson,heilbrigðisráðherra,hefur allt frá byrjun gert miklar athugasemdir við fyrirliggjandi drög um ríkisábyrgð á Icesave samningnum. Það verður því fróðlegt að fylgjast með hvernig Ögmundur ferðað í þessu stærsta máli sem lengi hefur komið upp. Það liggur alveg ljóst fyrir að það er ekki meirihluti fyrir samþykki á ríkisábyrgð vegna Icesave.Samt sem áður virðast formenn Samfylkingar og Vinstri grænna ætla að stilla sínu fólki upp við vegg, annað hvort samþykkið þið samninginn eða Vinstri stjórnin er fallin.

Þessi umræða er alveg fáránleg. Þetta er ekki spurning um ríkisstjórnarsamstarfið. þetta er spurning um það hvort við látum Breta og Hollendinga pína okkur til að samþykkja ábyrgð á samniongi sem mikill fjöldi sérfræðinga hefur varað við.

Íslendingar geta ekki látið fara svona með sig. Enn og aftur,hvers vegna í óskupunum segjum við Bretum og Hollen dingum ekki sannleikann. Við viljum ekki þennan samning. Við óskum eftir nýjumþ.

Hvers vegna látum við ekki reyna í alvöru á stuðning hinna svokölluðu vinaþjóða okkar á Norðurlöndum.

Eigum við að trúa því að Norðurlandaþjóðirnar, Nato þjóðirnar, ESB þjóðirnar ætli að standa allar samnan og dæma okkur til að samþykkja það sem við ráðum ekki við.

Nú reynir á Ögmund. Hann stendur á pólitískum tímamótum. Ef hann lyppast niður og velur frekar ráðherrastólinn en hagsmuni þjóðarinnar er öruggt að hans pólitíska framtíð er búin.


mbl.is Ríkisstjórn á suðupunkti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ögmundur mun kjósa með ráðherrastólnum - vg sannaði það fyrir öllum í ESB aðildarkosningunni að hann er reiðubúinn að gera allt til að halda völdum- ekki studdu þeir tillögu sjálfstæðisflokksins um að þjóðin fengi að segja hvort farið yrði af stað í esb- leiðangurinn - vg hefur misst trúverðuleika sinn og getur ekki sagst vera stefnufastur flokkur - vg er valdaflokkur - það er morgunljóst -

Óðinn Þórisson, 11.8.2009 kl. 18:25

2 Smámynd: Sigurður Rúnar Sæmundsson

Ég er sammála að Ögmundur stendur á tímamótum. Felli hann samningiunn á hann stuðning gífurlegs fjölda fólks. Þetta er hans tími. Framtíðin er hans, felli hann þennan samning, ásamt systrum sínum í þingflokknum.

Láti hann undan þrýstingi Samfylkingar og samflokksráðherra sinna, er vinstri stjórn þjóðinni glötuð. Þá dregur til tíðinda og þessi stjórn fellur innan skamms. Íslendingar líða ekki þennan samning. Svo einfalt er það.

Nú er tími til að bíta í skjaldarrendur og fylkja sér með ódeigum foringja. Evrópumenn með Breta í broddi fylkingar hafa löngum ásælst auðlindir okkar, sem gefa meira í gjaldeyristekjur á hvern mann, en annars staðar þekkist í heiminum. Enn meiri auðlindir eru í sjónmáli í norðurhöfum. Evrópumenn þurfa meira á okkur að halda, en við þeim, til að halda hlut sínum þar.

Íslendingar eru ekki í sporum einnar ríkustu þjóðar heims vegna linkindar og þjónkunar við stórveldi í nágrenninu. Gleymum ekki því sem við höfum.

Sigurður Rúnar Sæmundsson, 11.8.2009 kl. 22:05

3 Smámynd: Þórólfur Ingvarsson

"Nú reynir á Ögmund. Hann stendur á pólitískum tímamótum. Ef hann lyppast niður og velur frekar ráðherrastólinn en hagsmuni þjóðarinnar er öruggt að hans pólitíska framtíð er búin."

Eftir viðtal við Ögmund í fréttum Ríkissjónvarpsins í kvöld þá er það víst að hann er að lyppast niður, reynir bara að færa það í góðan búning sem enginn gerir neitt með. Það er þá eitt eitt gott í þessu að pólitískum ferli hans er lokið og hann hverfur af sjónarsviðinu sem hefði mátt gerast löngu fyrr.

Þórólfur Ingvarsson, 11.8.2009 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband