Flott fordæmi.

Ekki að tala um sögðu forkólfar Vinstri stjórnarinnar þegar Sigmundur Davíð,formaður Framsóknarflokksins,talaði fyrir niðurfellingu skulda um 20% hjá almenningi. Tryggvi Þór,þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var með svipaðar hugmyndir og Lilja Mósesdóttir þingmaður VG vildi niðurfellingu skulda um ákveðna upphæð.

Það hefur verið af og frá að það mætti fella niður almennt hluta af skuldum einstaklinga. Stöndum vörð um velferð heimilanna,sláum skjaldborg um þau og frasar í svipuðum dúr heyrðust mikið fyrir nokkru og að maður tali nú ekki um fyrir síðustu kosningar. Nú eru þessi slagorð að mestu þögnuð' og almenningur getur ekki reiknað með neinu nema hörku í innheimtu og aukinni skattheimtu.

Það er því eins og blaut tuska framan í andlit almennings að sjá fréttir að bara si svona sé hægt að afskrifa skuldir hjá stórgreifanum Magnúsi Kristinssyni uppá næstum því 50 milljarða. Þetta er engin smá tala.Þetta jafngildir því að hver og einn einasti íbúi í Vestmannaeyjum hefði fengið niðurfellingu skulda um 10 milljónir króna.Það munar um minna.

Eftir svona fréttir hlýtur almenningur að mega búast við að röðin sé komin að honum. Fordæmið er komið og það hlýtur að verða að gæta jafnræðis.


mbl.is Gamli Landsbankinn afskrifar skuldir Magnúsar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

 Kvótinn, bankarnir gefnir, kúlulán, eigur hersins afhentar útvöldum.

Það mun taka langan tíma að hreinsa til eftir Sjallana.

Svo er spurningin hver eigi að gera það?  Er það liðið sem vill afhenda Evrópusambandinu allt laust og fast? Er það liðið sem sér þann eina kost að skuldsetja börn okkar og barnabörn? Eða eigum við kannski að treysta þeim sem nú þykjast vera hneykslaðir en studdu alltaf spillinguna hvenær sem þeir áttu þess kost?   Hvað er til ráða? Spyr sá sem ekki veit.

Sigurður Þórðarson, 18.8.2009 kl. 11:13

2 identicon

Athyglisverður vinkill, Sigurður.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 11:31

3 identicon

Nú verður STRÍÐ

magnús steinar (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 828248

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband