Ólafur Ragnar neitar að skrifa undir ríkisábyrgð.Verður það fyrirsögn fjölmiðla eftir helgi?

Ólafur Ragnar forseti Íslands neitar að skrifa undir ríkisábyrgð,sem meirihluti Alþingis samþykkti s.l. föstudag. Efna verður til þjóðaratkvæðagreiðslu.

Verður þetta fyrirsögn fjölmiðla eftir helgi. Miðað við það sem Ólafur Ragnar forseti sagði þegar hann neitarði að skrifa undir fjölmiðlalögin hlýtur þetta að verða niðurstaða forsetans.

Ætli Ólafur Ragnar að vera samkvæmur sjálfum sér að djúp gjá hafi myndast milli Alþingis og almennings í Icesave málinu hlýtur hann að neita að skrifa undir pappíra frá Alþingi.

Öll þjóðin fylgist örugglega spennt mð því hvað Ólafur Ragnar gerir í þessu máli. Verður hann samkvæmur sjálfum sér og neitar að skrifa undir eða var hann að hugsa um allt annað en þjóðarhag þegar hann neitaði að skrifa undir fjölmiðlalögin.

Það kemur í ljós á næstu dögum.


mbl.is Icesave-frumvarp samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar

Ertu frá þér. Ólafur er guðfaðir þessarar ríkisstjórnar. Hann plottaði þetta allt saman með Össur, Einari Karli, Ögmundi og Lúðviki . Steingrímur er forsætisráðherra því að Jóhanna er gjörsamlega búin á því. Í atkvæðagreiðslunni í dag gerði Jóhanna ekki einu sinni grein fyrir atkvæði sínu og talaði til þjóðarinnar, nei ekki múkk bara já og nei.

Þessi ríkisstjórn er að ganga að fjölskyldunum dauðum. Atvinnuleysi eykst, gjalþrotum fjölgar, skilnaðum fjölgar, alvarlegum veikindum fjölgar og sjálfsvígum fjölgar.

Vanhæf ríkisstjórn.

Ingvar

Ingvar, 28.8.2009 kl. 22:32

2 identicon

Við þurfum að losna við þennan spítukarl , sem getur ekki einu sinni setið hest STRAX .   Þetta er AXLAR-ÓLAFUR !

Skelfing og skömm !

Kristín (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 23:08

3 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

ólafur sagði að of mikið bil hafi skapast á milli þings og þjóðar en var þá 70 % landsmanna á móti þessu ósanngjarna fjölmiðlabanni á sínum tíma.

Nú man ég ekki síðustu niðurstöður... en ef ég man þá eru um 40% íslensku þjóðarinnar hlint því að ganga frá þessum samningi og geri ráð fyrir að það séu svipað í dag.. þannig að það er ekki sambærilegt að bera þetta saman. 

Brynjar Jóhannsson, 28.8.2009 kl. 23:35

4 identicon

Það er ekki hægt að bera saman fjölmiðlalögin og Icesave. Tvennt ólíkt. Mér heyrist á fólki í kringum mig að það teysti ríkisstjórn í þessu máli.

Ína (IP-tala skráð) 29.8.2009 kl. 15:36

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Sigurður... nú er óskhyggjan alveg að fara með þig.. .. forseti Íslands er ekki svo vitlaus að hann setji efnahagslega endurreisn landsins í óvissu... þó Sjálfstæðismenn séu til í það af flokkspólitískum ástæðum.

Jón Ingi Cæsarsson, 29.8.2009 kl. 16:25

6 Smámynd: Sigurður Jónsson

Það er langt í frá að mér finnist Ólafur Ragnar eigi að neita að skrifa undir. Ég er eingöngu að benda á að sé Ólafur Ragnar samkvæmur sjálfum sér hlýtur hann að neita að skrifa undir. Hann virti ekki meirihlutavilja Alþingis í Fjölmiðlalögunum. Það er líka gjá milli þings og þjóðar í Icesave málinu.

Sigurður Jónsson, 29.8.2009 kl. 21:49

7 Smámynd: Óðinn Þórisson

Það kæmi mér verulega á óvart ef Ólafur Ragnar myndi hafna því að skrifa undir ríkisábyrgðina - að margra mati er hann guðfaðir þessarar ríkisstjórnar -

Óðinn Þórisson, 30.8.2009 kl. 10:01

8 identicon

Einn maður skrifað í gær: "Ef að það var gjá á milli þings og þjóðar fyrr á kjörtímabili forseta vors þá eru höf og álfur milli þings og þjóðar núna og synjun á staðfestingu aðeins formsatriði. Það kæmi mér þó ekki á óvart að þetta væri rangt hjá mér og að penninn til undirskriftar væri nú þegar tilbúinn til notkunar og fyrirstaða yrði engin. "

ElleE (IP-tala skráð) 30.8.2009 kl. 13:41

9 identicon

Brynjar, 70 - 75% þjóðarinnar er andvígur Icesave.   Og ég held það yrði voðalegt ef hann skrifaði undir. 

ElleE (IP-tala skráð) 30.8.2009 kl. 13:46

10 identicon

Og kannanir sýna ekki mikið traust landsmanna á ríkistjórninni.  Hvorki í Icesave né neinu öðru. 

ElleE (IP-tala skráð) 30.8.2009 kl. 16:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband