Yfir 60% þjóðarinnar á móti ríkisábyrgð. Nú skiptir það engu hjá Ólafi Ragnari.

Já, það kemur hressilega í ljós núna að Ólafur Ragnar er ekki samkvæmur sjálfum sér. Nú skrifar hann undir ríkisábyrgð á Icesave eins og ekkert sé,þrátt fyrir að síðasta skoðanakönnun sýnir að yfir 60% kjósenda eru á móti því að Alþingi samþykki ríkisábyrgð.

Sami Ólafur Ragnar neitaði að skrifa undir fjölmiðlalögin vegna þess að gjá hefði myndast milli þings og þjóðar. Dugar andstaða yfir 60% þjóðarinnar ekki núna til að mynda gjá?

Það sjá núna vers konar vinnubrögð Ólafur Ragnar stundar. Svo leyfir  hann sér að tala um sig sem sameiningartákn þjóðarinnar. Hvernig getur hann ætlast til þess?

Forseti á ekki að ganga á móti vilja meirihluta Alþingis er mín skoðun.  En fyrst Ólafur Ragnar  neitaði að skrifa undir vilja meirihluta Alþingis í fjölmiðlalögunum með rökunum að gjá hefði myndast milli þings og þjóðar gat hann ekki leyft sér að skrifa undir ríkisábyrgðina. Miðað við sín eigin rök átti hann að vísa málinu til þjóðaratkvæðagreiðslu.


mbl.is Forsetinn staðfestir Icesave-lög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú hefur þjóðníðingurinn sýnt sitt hreina og tæra skítlega eðli.

Megi hann fara í reiðtúr sem allra fyrst.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.9.2009 kl. 15:55

2 identicon

Þessi gjá var búin til af vinstri vinum hans og því finnst honum hún bara krúttleg, með bólstraða flauelsveggi og rauðum dregli í miðjunni, alla leið til ESB. Jóhanna og Steingrímur munu sjá um að steypa okkur ofan í hana, þar sem Össur bíður með þríforkinn og rekur okkur áfram!

Ófeigur Ófeigsson (IP-tala skráð) 2.9.2009 kl. 16:06

3 identicon

Að eltast við skoðanakannanir eða bera ábyrgð í viðskiptum?

Mr. Jón Scout Commander (IP-tala skráð) 2.9.2009 kl. 16:15

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

ÓRG sem að margra mati er guðfaðir þessarar ríkisstjórnar var aldrei að fara að vísa þessu til þjóðarinnar - nær öryggt þykur að þjóðin hefði hafnað ríkisábyrgð á Icesave - gjá hefur nú myndast milli þjóðar og forseta - því miður

Óðinn Þórisson, 2.9.2009 kl. 17:01

5 identicon

Við búum í lýðveldi og það er því eðlilegur og nauðsynlegur hlutur í svo alvarlegu og risa-stóru máli að mínum dómi, Sigurður, að forsetinn skrifi ekki undir og leggi málið fyrir þjóðina.   Og líka vegna þess hvað mikið stærri hópur var andvígur.   Hann hefur farið illa með alþýðu landsins og skrifað undir nauðung.  Og líka ef miðað er við að hann skrifaði ekki undir fjölmiðlalögin, eins og þú kemur inn í.  Maður þarf að vera aumur til að skrifa undir nauðungarplagg um gerviskuld sem aldrei einu sinni hefði átt að fá 5 mínútur í Alþingi okkar.   Hvílík niðurlæging.  Hvílíkt ofbeldi.   

ElleE (IP-tala skráð) 2.9.2009 kl. 17:13

6 Smámynd: Offari

Jón Ásgeir bað hann ekki um að skrifa ekki undir.   Ég held að nú sé komin gjá á milli þjóðar og forsetans.

Offari, 2.9.2009 kl. 18:03

7 identicon

Afhverju skrifuðu bara 10.000 hræður á kjosa.is (áskorun til ÓRG)

Aðalsteinn (IP-tala skráð) 2.9.2009 kl. 19:17

8 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Óli grís klikkar ekki "tær snild" að hann skuli vera þarna á Bessastöðum - Svínabæ þarf að hafa "yfirsvín" og Óli klikkar ekki frekar en fyrri daginn..! Mér sýnist ég sjá geislaBAUG yfir hirðfíplinu...lol...!

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson, 2.9.2009 kl. 20:57

9 Smámynd: Árni Björn Guðjónsson

Það er öllum ljóst að sveitarstjórnarmönnum í skeiða og Gnúpverjahreppi hefur verið mutað af Landsvirkjun.

Staðreyndir liggja fyrir.Hafa samþykkt fyrirhuguð hriðjuverk Landsvirkjunar á  suðurlandi þau mestu síðan land byggðist. Vonandi verða þessir menn ekki lengi við stjórn þarna.Það þarf víðar að hreynsa til en hja stjórnmálaflokkunum. Losum þjóðina við svivirðuna úr islensku þjóðfélagi.

Árni Björn Guðjónsson, 2.9.2009 kl. 21:10

10 Smámynd: Björn Halldór Björnsson

Ég er ósáttur með Ólaf, ég leyni því ekki. En hér eru þó atriði til að íhuga:

Talsmenn þjóðarinnar og lýðræðislega kjörninr fulltrúar sýndu einungis 14 af 63 á móti! Það er enga gjá að sjá þar.

Hefði Sjálfstæðisflokkurinn (með frávikum) ekki guggnað á atkvæðagreiðslunni og hefði Bjarni Ben ekki komið með þær yfirlýsingar að forsetinn ætti að skrifa undir þetta, -hefði það kannski haft meiri áhrif á forseta heldur en að 3,5% þjóðarinnar skrifi undir einhvern rafrænan lista. Halda mætti að það það væri leynilegt markmið Sjálfstæðisflokksins að fá þetta samþykkt, (þora ekki að viðurkenna það því þeir þurfa að vinna sér inn atkvæði og hvað segja skoðanakannanir)... Þeir skuli sko taka við stjórn sama hvað það kostar þjóðina. Það er ekki eins mikill munur á Sjálfstæðisflokk og Samfylkingu og halda mætti.

Sjálfstæðisflokkurinn stóð einnig í veginum fyrir því með málþófi í vetur, að hér væri hægt að krefjast kosninga í veigamiklum málum sem þessum þar sem liðka átti meðal annars fyrir þjóðaratkvæðagreiðslum. (Svolítið skondið að þeir hefðu kannski getað fellt ESB umsóknina með því líka?)

Fjórflokkarnir eru gjörsamlega ónýtir og mætti jafnvel halda að þeir væru meðlimir að Illuminati þar sem þessi stöðugu leikrit stjórnmálamanna eru illa leikin.

Þess skal getið að Skjár 1 var með undirskriftarlista í fyrra og þar skrifuðu vel yfir 40þúsund mans. Hvar er allt fólkið núna?

PS ég er ósáttur með þessa samninga eins og flestir landsmenn.

Björn Halldór Björnsson, 3.9.2009 kl. 00:45

11 identicon

Það er ekki nokkur vafi í mínum huga að formaður Sjálfstæðisflokksins ætlaði að fá Icesave undirskrifað, eins og Björn lýsir í commenti no. 10.   Hann bæði sat hjá og vildi endilega að forsetinn skrifaðir undir.   Opinberlega sagði hann að forsetinn gæti ekki farið gegn vilja Alþingis og ætti að skrifa undir.  Hann vill flokkavald og flokkaveldi, ekki lýðveldi, það er víst.

ElleE (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 17:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband