Var allt í plati hjá Ögmundi ?

Það gekk ekki neitt lítið á þegar Guðlaugur Þór ætlaði að breyta rekstrarfyrirkomulagi á St.Jósepsspítala í Hafnarfirði. Einn af þeim sem steig þá fram á sviðið var Ögmundur Jónasson þá í stjórnarandstöu. Svo vægt sé til orða tekið var Ögmundur hneykslaður á tillögum Guðalaugar Þórs. Ögmundur talaði um að standa vörð um spítalann og ekki mætti draga úr þjónustunni.

Nú er þessi sami Ögmundur orðinn heilbrigðisráðherra. Og hvað gerist þá? Hægt og hljótt er verið að draga úr allri þjónustu,þannig að framundan er að starfsemin verður öll meira og minna lömuð. Var það þetta sem Ögmundur sagði á sínum tíma við starfsfólkið?

Það er reyndar með ólíkindum hversu lítið fjölmiðlar hafa fjallað um þetta mál.


mbl.is St. Jósefsspítala lokað hægt og hljótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er sama hvort maðurinn heitir Ögmundur eða Guðlaugur, það eina sem vakir fyrir þeim er að telja fólkinu í landinu trú um að þeir séu að vinna fyrir það.En það er það eina sem vakir fyrir þessu "stjórnmálamönnum,,er að markaðssetja sig.

axel (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 19:25

2 identicon

Nóg var hneykslast á Guðlaugi þegar hann bar áætlanir sínar undir starfsmenn spítalans og hæst buldi í Ögmundi sem ætlaði að slá pólitískar keilur.

Nú er sama Samfó/VG verklagið, allt framkvæmt undir borðinu og enginn upplýstur um eitt eða neitt stofnanir lagðar niður með þögninni og hliðrun á sannleikanum.

Fjölmiðla þögnin er með ólíkindum enda virðist ríkisútvarpsstjórinn halda að hann sé  ríkisstjórnarútvarpsstjóri.

Takk fyrir þarfa umfjöllun. Sveinn

Sveinn (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 19:43

3 identicon

Þeir eru að vinna fyrir AGS og auðmennina og ríku fyrirtæki heimsins.  Við verðum að hafa það á hreinu að AGS (IMF) handrukkarar eru komnir inn á gafl og munu sækjast eftir að arðræna okkur og ná öllu fyrir kapítalista heimsins.  Það er það sem AGS (IMF) gerir: Múta hæstsettum og arðræna þjóðir.  Hlustið á "Confessions of an economic hitman", John Perkins.  

ElleE (IP-tala skráð) 21.9.2009 kl. 00:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband