Er þetta alvara eða pólitískur skollaleikur ?

Almenningur er að verða gjörsamlega mát í öllum þessum uppákomum varðandi Icesave, AGS og ESB. Er virkilega verið að reyna að bjarga landinu eða er verið að spila eitthvað pólitískt spil, sem gæti fallið undir nafnið skollaleikur.

Er einhver alvara á bak við ferð Framsóknarmanna til Noregs Höfðu þeir Sigmundur Davíð og Höskuldur virklega trú á því að Norðmenn myndu fara sína eigin leið og lána okkur og létu AGS eiga sig.Auðvitað væri það sterkt ef Norðmenn reyndust okkur svo vel. Fátt virðist samt benda til þess að landið liggi þannig. Yfirlýsing forsætisráðhrra Noregs er aldeilis ekki í þá áttina.

Þá vaknar upp spurningin. Getur það verið rétt hjá Framsóknarmönnum að Jóhanna hafi alls ekki viljað fá jákvæða niðurstöðu frá Norðmönnum. Hún hafi því valið þá leið að senda fyrirspurn en alls ekki formlegt erindi. Reyndar er það ansi langsótt að Jóhanna og Vinsrti stjórnin vilji ekki þiggja sérstaka aðstoð frá Norðmönnum.

Getur það virkilega verið að Jóhanna vilji ekki hverfa frá samkomulaginu við AGS. Eða getur það verið að Jóhanna vilji alls ekki rugga bátnum hvað varðar stóru þjóðirnar í ESB.

Það er orðið erfitt fyrir almenning að átta sig á hvað er rétt og hvað er ekki rétt.

Nýjasta er að Seðlabankastjórinn segir. Við þurfum ekkert á svona stóru láni að halda eins og talað hefur verið um. Við getum sparað okkur tugi milljarða í vaxtagreiðslur með því móti.

Hvernig á almenningur að botna í þessu. Liggur það ekki alveg ljóst fyrir að engin ástæða er til að borga meiri vaxtagreiðslur en þörf er á. Ef nokkuð er öruggt ætti sú staðreynd að vera augljós.

 


mbl.is Kallaði á neikvæð viðbrögð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Rúnar Sæmundsson

Þetta er greinilega Norskur skollaleikur hjá Framsókn.

Og er þeim Flokk til minnkunar, og hélt ég að neðar kæmust þeir ekki.

En lengi getur vont versnað.

Birgir Rúnar Sæmundsson, 11.10.2009 kl. 22:13

2 identicon

Nei, ég held ekki að Höskuldur og Sigmundur hafi gert neitt rangt.  Heldur verið heiðarlegir og gerðu það sem ríkisstjórn Jöhönnu hefði átt að gera strax og Bretar og Hollendingar fóru að beita okkur kúgunum.   Það er fráleitt að ætla að taka lán frá AGS með Icesave kúgunar-skilmálum Breta og Hollendinga.   Og það er það sem Höskuldur og Sigmundur villja forðast og eiga ekki skilið háð og skammir fyrir af blaðamönnum sam-spillingar (eins og grunnhygginni Björg Evu) og öðrum.    

Og nei, ég held Jóhanna vilji ekki losna við AGS og þeirra eyðileggingarvald.   Og vegna þess að Jóhanna mun EKKERT gera sem Evrópubandalaginu, Bretum og Hollendingum ekki líkar.   Heldur skal landið níðast niður í eyðileggingu og fátækt eins og Argentína og fjöldi landa af völdum AGS gereyðingarbáknsins.   Það verður að koma þessum skemmdarvörgum burt úr stjórn.  

ElleE (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 10:39

3 Smámynd:  Birgir Viðar Halldórsson

Að sjálfsögðu vildi Jóhanna ekki fá jákvæða niðurstöðu frá Norðmönnum... Ég held að nú sé lag að Steingrímur fari til Noregs með formlega beiðni um stuðning og það þarf hið fyrsta að endurskoða lánaþörf þjóðarbúsins.

Birgir Viðar Halldórsson, 12.10.2009 kl. 11:12

4 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Það er ótrúlegt að það teljist orðið til lasta að leita lausna fyrir Íslenska þjóð í þeim erfiðleikum sem við glímum við.

Málið snýst um að hafa plan B í viðræðum við AGS, Breta og Hollendinga.  Hafa lausn í bakhöndinni sem gefur okkur tíma og ráðrúm til að semja vel fyrir hönd þjóðarinnar.  Þeir sem hafna því að óska eftir tvíhliða viðræðum við Norðmenn vilja ekki bæta samningsstöðu þjóðarinnar.  Þar liggja aðrar hvatir að baki en hvað er best fyrir land og þjóð.

G. Valdimar Valdemarsson, 12.10.2009 kl. 11:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband