Lilja gefur tóninn og segir ekki hægt að samþykkja. Ætlar hún ásamt Ögmundi og félögum samt að láta samninginn fara í gegn?

Enn er allt í óvissu hvort Alþingi mun fallast á kröfur Breta og Hollendinga varðandi Icesave. Lilja þingmaður Vinstri grænna ætlar ekki að samþykkja samninginn. Enn er óvíst hvað Ögmundur og nokkrir aðrir þingmenn VG gera.

Mekilegt var að sjá haft eftir Lilju að hún hafi ekki ákveðið hvort hún verði á móti eða sitji hjá. Sem sagt svo gæti farið að samningurinn verði samþykktur með 30 atkvæðum gegn 29 atkvæðum stjórnarandstöðunnar og 4 þingmenn Vinstri grænna sætu hjá. Miðað við allt sem á undan er gengið væri það furðulegasta niðurstaðan sem upp gæti komið. Það væri hreint ótrúlegt miðað við það sem Lilja, Guðfríður Lilja, Ögmundur og Atli Gíslason hafa sagt um Icesave,ef þau hleyptu svo samningnum í gegn með hjásetu sinni.

Annars er reyndar ekki öruggt að atkvvæði stjórnarandstöðunnar verði 29,þar sem líklegt er talið að Þráinn Bertelsson greiði atkvæði með samningnum til að vera öðruvísi en þingmenn Hreyfingarinnar. Kannsi að það verði Þráinn sem bjargar lífi Vinstri stjórnarinnar eftir allt saman og gefi henni þannig Endurnýjað líf.


mbl.is Gefur ekki upp Icesave-afstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Eða Framsókn.  Ég skil ekki hversvegna ríkisstjórn á að falla nái hún ekki að sameinst um eitt frumvarp. Þetta er mjög umdeilt frumvarp og þingmenn vita vel að þjóðin vill ekki að börn okkar verði látin greiða annara manna skuldir. Samt er eitthvað sem veldur því að ríkisstjórnin vill ná þessu í gegn. Því miður hef ég ekki fengið að vita ástæðuna en mig grunar að ESB hafni okkur ef við höfnum Icesave. Þar með gætu ESB sinnaðir Framsóknarmenn allt eins fórnað sér fyrir ESB trúna.

Offari, 2.11.2009 kl. 00:47

2 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Snýst þetta virkilega um að bjarga lífi ríkisstjórnarinnar? Við gætum skipt um ríkisstjórn yfir í framsókn og D-listann eftir korter og hún leggði fram þennan sama samning óbreyttan. Ef þetta snýst bara um hverjir sitja í stjórn skil ég hvers vegna umræðan um þessi mál er svona grunn. Það verður nógur tími til að fella þessa ríkisstjórn í kosningum. Núna á að vinna þjóðinni gagn.

Gísli Ingvarsson, 2.11.2009 kl. 08:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 828234

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband