Ætlar Vinstri stjórnin að drepa niður sóknarmöguleika í ferðaþjónustu ?

Ótrúlegt að sjá í skattatillögum ríkisstjórnarinnar að ráðast skal að aðilum í ferðaþjónustu með auknum skattaálögum. Hækka á virðisaukaskatt á hótelherbergjum. Hækka á eldsneytiskotnað, sem kemur illa við flugfélög,rútur o.fl.

Allar þessar hækkanir hljóta að fara út í verðlagið og draga þannig úr fjölda erlæendra ferðamanna sem hafa streymt til landsins og reiknað var með gífurlegri aukningu á næstunni.

Það virðist hreinlega vera þannig með Vinstri stjórnina að sjái hún einhvers staðar vaxtamöguleika þá skal ráðist á það með öllum tiltækum ráðum,þannig að ekkert verði úr.

Það er alveg með ólíkindum að Vinstri stjórnin skuli láta sér detta þetta í hug. Möguleika þjóðarinnar að ná inn gífurlegri aukningu á gjaldeyristekjum lágu einmitt í þeim sóknarmöguleikum sem ferðaþjónusta bauð uppá. Hvers vegna í óskupunum á nú að gera allt til að drepa þá möguleika?


mbl.is Mikil hækkun skatta í pípunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Grétarsdóttir

Ég vil fara að sjá aðgerðir !!!!
Koma þessum vanvitum frá stjórn og fá inn fólk sem hefur fjármálavit og heilbrigða skynsemi !!!!
Utanþingsstjórn, Þjóðstjórn, má heita hvað hún vill bara ef innanborðs er fólk sem hvorki er veruleikafirrt eða valdasjúkt !!!!!

Anna Grétarsdóttir, 10.11.2009 kl. 13:22

2 identicon

Ef þessi stjorn fær að sitja og stjórna áfram þá stoppar hún ekki fyrr en allt er endanlega hrunið og búið að Hrauna yfir alla möguleika til að lifa !!!

En það er okkar landsmanna að skilja það og bera hönd fyrir höfuð okkar , en það vantar nokkuð á að við gerum eitthvað til þess  , ekki satt ?????

Ragnhildur H. (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 13:58

3 identicon

Það er 7% VSK á gistiþjónustu. Svo hefur verið um skamma hríð, og verið til góðs, þar eð almennt gistirými þykir þá ekki svo dýrt lengur.

Skattarnir á eldsneyti og annað koma kannski eki eins illa við ferðamennskuna, þar sem að eldsneyti er víða á svipuðu verði í þeim löndum sem eru okkar algengustu gestir.

Það er þó illt að koma með þetta núna, þar sem að aðilar ferðaþjónustunnar eru margir hverjir BÚNIR að gefa út sín verð nú þegar, og það með gamla skattinum. Það eru því Íslenskir ferðaþjónustuaðilar sem fá þetta á kjaftinn, þó að þetta kunni að hafa verið tilraun til að tjakka inn innkomu á erlenda ferðamenn.

Annars er stóra málið bara það, að það er ekki hægt að taka meiri mjólk úr kúnni en hún gefur. Stórfelldar skattahækkanir leiða til samdráttar, sem veldur því að minna heimtist. 55% af engu eru ekkert. 7% af slatta eru eitthvað. Og núna, aldrei sem fyrr, þarf að blása lífi í glæðurnar en ekki drepa í.

Ég held að þessi stjórn sé búin að undirrita sinn dauðadóm, bara spurning og skaði af því hversu "mannfallið" verður mikið meðleiðis.

Jón Logi (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 14:00

4 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Það er ákaflega auðvelt að gagnrýna þessa skattlagningu og raunar alla skattlagningu til að koma okkur á réttan kjöl eftir hrunið. En þú segist vera stjórnmálamaður með mikla reynslu og ég held ég fari með rétt mál að þú sért Sjálfstæðismaður, fylgir þeim flokki sem ber höfuð ábyrgða á hruninu.

Segðu okkur þá hvernig við eigum aða fá frekari tekna í þjóðarbúið, þeir sem gagnrýna og mótmæla þeim leiðum sem ætlunin er að fara hljóta að geta bent á þær leiðir sem færar eru til a' afla þjóðarbúinu aukinni tekna.

Eða var Bjarni Benediktsson form. Sjálfstæðisflokksins að boða að ekki þyrfti að hækka skatta?

Sigurður Grétar Guðmundsson, 10.11.2009 kl. 15:41

5 Smámynd: Sigurður Jónsson

V/athugasemdar 4. Ég held að það sé ekki deilt um að ríkissjóður þarf að skera niður og auka tekjur.Mín skoðun er sú að ríkið nái ekki inn þeim tekjum sem Vinstri stjórnin rágerir með allt of miklum skattahækkunum. Hvað vinnst með því að setja fyrirtækin á hausinn,þannig að fleiri fari á atvinnuleysisskrá. Ekki munu tekjur aukast við það heldur bara útgjöldin.

Hvað vinnst með því að menn sjá enga von í að stofna ný fyrirtæki og skapa þannig atvinnu. Ekki munu tekjur ríkissjóðs aukast við það.

Hvað vinnst með því að skattleggja almenning svo hressilega að hann hafa litlar ráðstöfunartekjur, sem þýðir það að fleiri fyrirtæki  fara á hausinn og fleiri missa vinnuna.

þessi stefna Vinstri stjórnarinnar gengur ekki upp.

Mun nær væri að gera allt til að efla atvinnulífið og t.d. að skattleggja inngreiðslur í lífeyrissjóðina eins og Sjálfstæðismenn og fleiri hafa bent á.

Lausnin er ekki fólgin í að drepa allt niður.

Sigurður Jónsson, 10.11.2009 kl. 16:13

6 identicon

Sigurður ég spyr bara hvernig færð þú það út að leið ríkisstjórnarinn muni koma okkur á réttan kjöl?

Ef enginn á pening til að gera neitt nema borða og borga af lánum þá segir sig sjálft að fyrirtækin í landinu lognast út af og atvinnuleysi eykst. Hvar taka þeir þá skatttekjurnar????

Það er margbúið að benda á að það þarf að koma hjólum atvinnulífsins í gang aftur, aukin neysla er t.d. ein forsenda fyrir því að hjólin fari að snúast aftur.

Þetta eru engin flókin vísindi:

Ef fólk og fyrirtæki eiga afgang þá eykst eftirspurn sem leiðir til meiri veltu fyrirtækja sem leiðir til hagnaðar sem leiðir til launahækkana sem leiðir til enn meiri eftirspurnar osfrv.

Niðurstaðan: auknar skatttekjur til ríkissjóðs bæði frá fyrirtækjum og einstaklingum

Margrét Guðrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 16:24

7 identicon

Aths. no 4 er nú frekar slöpp. Þar kemur bara fram hið hefðbundna "ykkur að kenna" slagorð, og svo ábending um það að það verði að skrúfa upp skattana til að auka arð "þjóðarbúsins"

Þetta er bara ekki svona einfalt, og eins og blogghöfundur bendir á í andsvari sínu.

Í þessu þrönga tilfelli er um beina skattlagningu á gjaldeyrisaflandi grein að ræða.

Hver einasta prósent í samdrætti á greininni kemur út í minnkuðum skattekjum annars staðar. Niðurstaðan getur jafnvel orðið neikvæð.

Jón Logi (IP-tala skráð) 13.11.2009 kl. 11:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband