Tala saman þangað til samningar nást

Það er hreint ótrúlegt að fylgjast með kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar. Ekkert gerist. Fundir standa í nokkrar mínútur og þá er rokið á dyr.Samningafólk virðist ekki vita hvað ber á milli,allavega kemur það okkur fyrir sjónir sem fylgjumst með.

Vinnubrögð sáttasemjara eru dálítið undarleg. Hér áður fyrr sagði sáttasemjari að menn yfirgæfu ekki húsið fyrr en samningar hefðu tekist. Sáttafundur stóð þá oft yfir í marga og jafnvel tugi klukkutíma.Það hlýtur að vera komið að þeim punkti að grípa til slíkra aðgerða. Einhver verður að koma vitinu fyrir fólkið. Efling og Reykjavíkurborg geta ekki lengur boðið uppá að lama allt samfélagið á þann hátt sem nú er.

Það er einnig alveg ótrúlegt að samningar við BSRB hafa verið lausir í um ár. Það getur ekki verið boðlegt að ekki sé hægt að ná samningum á heilu ári.Eitthvað er mikið að.


Vilja Samfylkingaflokkarnir vinnubrögð Jóhönnustjórnar að ætla að gera mikið en gera lítið sem ekkert

Merkilegt að fylgjast með fulltrúum Samfylkingaflokkanna tveggja á Alþingi. Þeir heimta að ríkisstjórnin leggi fram fleiri mál. Auðvitað er aðalatriðið að þau mál sem ríkisstjórnin leggur fram séu vönduð og þau leiði til árangurs fyrir þjóðina.

Merkilegt að Samfylkingaflokkarnir tveir séu búnir að gleyma vinnubrögðum Jóhönnustjórnarinnar. Þá átti að gera einhver ósköp. Málin streymdu inn en lítið varð úr að koma þeim í framkvæmd,enda hver hendin upp á móti annarri í Vinstri stjórninni. Eintómur kostnaður uppá á milljarða eins og t.d.nýja stjórnarskráin og umsóknin í ESB.

Það hefði verið farsælla að taka færri mal fyrir og koma þeimk í verk.Núverandi ríkisstjórn stundar vönduð vinnubrögð.


mbl.is „Er þessi ríkisstjórn hætt störfum?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjarni flottur í Silfrinu

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðiusrflokksinsn var í viðtali í Silfrinu hjá Agli Helgasyni.Það var gaman að sjá hversu Bjarni var vel inn í öllum málum og rökstuddi sínar skoðanir vel Bjarni hefur saðið sig mjög vel sem fjárm,álaráðaherra. Reyndar hefur það komið vel í ljós að núverandi ríkisstjórn er mjög sterk og tekst að leysa málin sín í milli þótt þetta séu þrír ólkíkir flokkar.

Þeir sem gagnrýna núverandi ríkisstjórn ættu að íhuga hvers konar ríkisstjórn það væri ef Logi Einarsson og hans Samfylkingarfólk væri í forystunni áamt Þórhildi Sunnu og öðrum Pírötum.Það getur varla nokkrum manni litist vel á.

Það er fagnaðarefni fyrir Sjálfstæðismenn að Bjarni hefur nú lýst því yfir að hann vilji áfram leiða flokkinn. 


Einungis 11% endurnýjanleg orka

Stjórnmálamenn keppast við að segja okkur að við eigum að vera vistvænasta land í heimi. Við eigum að vera fyrirmynd annarra þjóða.Stjórnvöld hvetja okkur til umhugsunar og benda okkur á hversu nauðsynlegt sé m.a. að allir stefni á að aka um á reafmagnsbílum innan fárra ára.

Stjórnvöld benda á að orkan sem við framleiðum sé hrein græn orka sem sé endurnýjanleg. Við erum fyrirmyndarríkið þegar kemur að umhverfismálum.

Það vekur því furðu og ýmsar spurningar vakna hvers vegna við erum að selja upprunaábyrgðir til aðila sem menga með jarðefnaeldsneyti. Dæmið lítur þannig út aðn Ísland er einungis með 11% endurnýjanlega orku. En Ísland er með 55% jarðefnaeldsneyti í notkun og 34% af kjarnorku.

Það getur ekki annað verið en þetta skaði orðspor Íslands. Hvers vegna í óskupunum notum við það ekki og vekjum athygli á okkar grænu orku.

Það verður erfitt að fá almenning til að sannfærast í umhverfismálum ef stjórnvöld haga sér svona.


Þeirra eigin orð

Það þarf engin að vera undrandi að Efling skuli beina spjótum sínum að meirihlutanum í Reykjavík. Það vantaði ekki stóru yfirlýsingarnar þegar vinstri meirihlutinn var myndaður efir síðustu kosningar í Reykjavík.

Dagur borgarstjóri og hans fólk í meirihlutanum sagði að bæta ætti starfsumhverfi á leikskólum,grunnskólum og frístundaheimilum með því að bæta kjör starfsfólks,stytta vinnuvikuna.

Einnig sagði meirihlutinn að leiðrétta ætti laun kvennastétta.

Margt af því fólki Eflingar sem nú er í kjarabaráttu hefur örugglega greitt Samfylkingunni eða öðrum meirihlutaflokkum atkvæði sitt og búist við að auðvelt yrði að sækja verulegar kjarabætur.

Já,það getur komið í bakið á fólki að gefa út of stórar yfirlýsingar fyrir og strax eftir kosningar.

Dagur borgarstjóri er ekki lengur góði gæinn í augum láglaunafólks í Reykjavík.


Hvað verður um rauðu viðvörunina hjá RUV gagnvart Samherja

Á dögunum var þyrlað upp gífurlegu moldviðri hjá RUV um mútugreiðslur Samherja í Namebíu. Það var um hreina rauða viðvörun að ræða. Þjóðfélagið fór á hliðina. Samfylkingin og Píratar fóru á hliðina og gjörsamlega töpuðu sér á Alþingi.

RUV fullyrti í sínum fréttaflutningi að Samherjin hefði orðið uppvís að mútugreiðslum. Nú er samt svo komið að RUV hefur orðið að biðjast afsökunar. Auðvitað á RUV að vita að menn eru saklausir þar til sekt er sönnuð. Það hefur ekki enn neitt verið sannað á Samherja um mútugreiðslur.

Nú er það talið mjög líklegt að Þorsteinn Már Baldvinsson snúi aftur á forstjórastól Samherja.Það verður fróðlegt að fylgjast með fréttum RUV þá.

Menn mumna upphlaup RUV og Seðlabankans á sínum tíma gagnvart Samherja. Það ætti að ver4a umhugsunarefni fyrir RUV hvernig það mál endaði með mikilli skömm fyrir Seðlabankann og RUV.


mbl.is Telur „mjög líklegt“ að Þorsteinn Már snúi aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Ábyrgðin öll hjá borginni"

Sólveig Anna formaður Eflingar hefur sagt að ábyrgðin sé öll hjá borginni að ekki takist samningar og að nú séu um 1800 félagar Eflingar í verkfalli.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og einn af helstu forystumönnum Samfylkingarinnar hefur sagt að ekki komi til greina að verða við kröfum Eflingar að hækka laun þeirra lægstlaunuðu hjá Borginni.

Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar sagði á Alþingi í dag að það væri allt ríkisstjórninni að kenna að ekki væri búið að semja við Eflingu. Ansi er þetta nú langsótt hjá Loga. Það er almennt viðurkennt að 80 milljarða pakki ríkisstjórnarinnar hafi liðkað verulega til i að lífskjarasamningurinn náðist.

 Samfylkingin gerist nú lýðsskrumflokkur með þessum málflutningi sínum. Efling er að semja við Reykjavíkurborg en ekki ríkið.Í þessum viðræðum kemur það fram að það er lítið að marka tal Samfylkingarinnar að hún berjist fyrir bættum kjörum lægst launaða fólksins. Það kemur líka í ljós að Samfylkingin hefur engan áhuga á að hækka lægstu kvennastörfin.

Það er eðlilegt að Efling beini kröfum sínum að meirihlutanum í Reykjavík. Þar er Samfylkingi með forystu og sýnir sitt rétta andlit hvað varðar lægst launuðu störfin.Það er ekkert að marka fyrri yfirlýsingar Samfylkingarinnar í þessu eins  og svo mörgu öðru.

Það er ömurlegt að sjá tilburði Loga  að kenna ríkisstjórninni um.Svona lýðskrum skilar ekki árangri. Fólk sér í gegnum þetta. Samfylkingin mun tapa fylgi á þessum málflutningi. 


mbl.is Logi telur sig og Dag sammála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fækkar um 5000 störf hjá atvinnulífinu en fjölgar um 6000 í opinbera geiranum

Á síðustu tveimur árum hefur fækkað um 5000 störf hjá atvinnulífinu. Til að mæta auknum kostnaði og niðursveiflu hefur atvinnulífið þurft að fækka starfsfólki um 5000 á síðustu tveimur árum.

Á sama tímabili hefur opinberum starfsmönnum fjölgað um 6000. Það hljóta flestir að sjá að þetta dæmi gengur ekki upp. Það þarf aukna verðmætasköpun í þjóðfélaginu ef þjóðin á að lifa áfram við þau góðu lífskjör sem enn eru.

Dæmið gengur ekki upp ef starfsfólki fjölgar eingöngu hjá opinberum aðilum. Við vitum hvað það þýðir,skattar og alls konar álögur hækka og lífskjör versna.


Ykkur kemur það ekkert við

Merkilegt er að fylgjast með hvernig stjórn RUV hagar sér. Fyrst er til að nefna að stjórnin neitar að gefa upp hverjir sóttu um stöðu Útvarpsstjóra.Eftir að Stefán Eiríksson fv.lögreglustjóri og borgarritari fékk stöðuna neitar stjórn RUV öðrum umsækjendum um að fá upplýsingar um hvað Stefán hafði umfram aðra umsækjendur.Hvers vegna er það leyndarmál?

Þetta leynimakk flokkast varla undir góða stjórnsýslu eða hvað?

Það er ótrúlegt ef stjórn RUV kemst upp með þetta. RUV er nú einu sinni í eigu þjóðarinnar. Við kjósum fulltrúa okkar á Alþingi. Ætla þeir engar atugasemdir að gera við vinnubrögð stjórnar RUV?


Nú reynir á stóru loforð Samfylkingarinnar

Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir nánast í hverri einustu ræðu sem hann flytur að staðan væri nú aldeilisn önnur ef félagsgyggjuflokkarnir væru við völd í landinu.Í þessu sambandi beinir hann sérstaklega orðum sínum til launþega sem eru á lægstu laununum.

Væri Samfylkingin við völd þá þyrfti láglaunafólk ekki að kvarta þá hefðu allir nóg til að geta lifað vel af sínum launum segir Logi í ræðum sínum.

Nú vill svo til að Samfylkingin og aðrir vinstri flokkar fara með meirihlutastjórn í Reykjavík. Það kemur því verulega á óvart að Efling sem hefur 1800 starfsmenn í vinnu í borginni skuli grípa til verkfallsvopnsins til að reyna að knýja fram launahækkanir til þeirra lægst launuðu.

Maður hefði haldið að Dagur B.Eggertsson borgarstjóri og einn af mestu áhrifamönnum í Samfylkingunni sæi til þess að stóru loforðin um bættan haga láglaunafólksins kæmu til framkvæmda.

Reyndar sannar þetta svart á hvítu hve lítið er að marka gagnrýni Samfylkingarinnar og hennar innihaldslausu loforð.

Ef Samfylkingin meinti eitthvað með sínum stóru loforðum um bættan hag lægst launuða fólksins þyrfti Efling varla að standa í verkfallsaðgerðum í höfuðvígi Samfylkingarinnar.


mbl.is Efling fundar með Reykjavíkurborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Feb. 2020
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband