Stjórnarþingmenn viðurkenna að hafa verið beittir þvingunum.

Merkilegt var að heyra Ólaf Ragnar,forseta,lýsa því yfir að honum hafi bortist áskoranir frá einstökum þingmönnum að skrifa ekki undir Icesave málið,þannig að það færi í þjóðaratkvæðagreiðslu.Ólafur Ragnar mat stöðuna þannig að meirihluti þingmanna væri fylgjandi þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þetta er mjög athyglisvert því atkvæðagreiðsla fór fram á Alþingi fyrir örfáum dögum þar sem meirihluti þingmanna greiddi atkvæði gegn þjóðaratkvæðagreiðslu.

Eina álytktunin sem hægt er að draga upp af þessu er að einhverjir stjórnarþingmenn hafi látið Ólaf Ragnar vita af því að þeir hafi verið beittir þvingunum og neyddir til að greiða atkvæði gegn sinni sannfæringu.

Þetta eru mjög alvarlegar ásakanir á forystumenn Samfylkingar og sérílagi forystu Vinstri grænna.

Jóhönna verkstjóra og Steingrímur J. súpa nú seyðið að því að hafa beitt þingmenn sína þvingunum,sem kvörtuðu svo í forsetann. Það var sem sagt alltaf meirihluti á þingi fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. Gott hjá Ólafi Ragnari að sýna Jóhönnu verkstjóra og Steingrími J. að vinnubrögð þeirra duga ekki.


mbl.is Segir meirihluta þingmanna vilja þjóðaratkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ólafur verður að láta vita hverjir það eru sem hann er að tala um í stjórnarliðinu sem hefðu viljað kjósa á móti frumvarpinu.  þetta þarf að rannsaka því það er andstætt stjórnarskránni að kjósa á alþingi gegn sannfæringu sinni, ættu þessir þingmenn ekki að vera ákærðir fyrir landráð, allavega að segja af sér, þetta er beinlínis ólöglegt.

joi (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 15:22

2 identicon

það voru náttúrulega 4 stjórnarliðar sem skrifuðu undir Indefence, það var hringt í þá og stóðst allt.

Gleðilegt ár Sigurður, í dag er ég glaður.

sandkassi (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 828235

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband