Hvers vegna eru íslenskir ráðherrar ekki eins og Eva Joly ?

Eftir að hafa lesið þessa frétt um hvernig Eva Joly heldur uppi málstað okkar Íslendinga og er alveg óhrædd við að láta ráðamenn í Hollandi og Bretlandi heyra það óþvegið hlýtur maður að spyrja. Hvers vegna í óskupunum geta íslenskir ráðherrar ekki haldið svona á málstað okkar Íslendinga.

Hvað er eiginlega að okkar ráðherrum?


mbl.is Joly harðorð í garð Hollendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Maður spyr sig sömu spurningar.  Við höfum frekar sterk rök okkur í hag en enginn hefur viljað halda þeim á lofti erlendis. Ég geri ráð fyrir að ríkisstjórnin hafi bara "pissað í sig af hræðslu" þegar kúgararnir fóru að hóta okkur. Það var aldrei nein innistæða fyrir hótununum og er engin í dag heldur. Eva er menntuð, fróð og víðlesin og hún veit að lagabókstafur EB er okkur í hag. 

Huggum okkur við það að forsetinn reyndist okkur betur en á horfði og hann er kominn á fullt í að vinna fyrir kaupinu sínu. Maður vonar að ríkisstjórnin drattist á lappir og fari að vinna.

Sigurgeir (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 21:28

2 Smámynd: Steinar Immanúel Sörensson

Það er vegna þess að þeir búa við greindarskort, halda að með undirlægjuhætti verðið auðveldara fyrir okkur að komast inn í Evrópusambandið

Steinar Immanúel Sörensson, 7.1.2010 kl. 22:08

3 identicon

Já finnst þér þetta ekki alveg makalaust.

Linda Jónsdóttir (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 22:47

4 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Ég held að þeir séu aumingjar, Sigurður. En það versta er að ég hef enga trú á að staðan væri betri þó svo að "hinir" væru við völd. Sá stjórnmálamaður íslenskur, sem ég treysti, er vandfundinn. Helst þó uppreisnarliðið í VG eins og sakir standa. Aldrei hefur mér þó líkað við VG sem slíkt, rauðliðar í grænni skikkju hugnast mér ekki. Ég er jafnframt algjörlega mótfallinn því að tengja grænt (þ.e. umhverfisvæna stefnu) við pólitík. Menn eiga að geta verið grænir eða ekki án tillits til stjórnmálaskoðana. Þess vegna kann þessi tímabundna afstaða mín að breytast snarlega innan skamms.

Magnús Óskar Ingvarsson, 7.1.2010 kl. 23:00

5 Smámynd: Landfari

Mér fannst nú lítið leggjast fyrir hann Atla hjá vinsir grænum í þessu máli. Langt síðan nokkur pólitíkus hefur brugðist væntingum mínum jafn hrapalega. Sennilega af því ég hef ekki haft miklar væntingar til þeirra yfirleitt. Það eru samt þarna nokkrar unanteknigar. Dettur mér þá helst í hug Ögmundur, Pétur Blöndal, Þór Sari og svo hef ég haft svolítið álit á Helga Hjörvar.

Landfari, 7.1.2010 kl. 23:58

6 identicon

Eva Joly virðist vera skynsöm og vel gefin kona sem notar sína hæfileika vel. Það er meira en hægt er að segja um flesta þá sem sitja á þingi og þrasa innantómum orðum fram og aftur um alla hluti. Vonandi verður hlustað á Evu Joly í sambandi við Icesave. Við þurfum að fá hæfa erlenda aðila til að takast á í nýjum samningaviðræðum, okkar íslensku trúðir eru búnir að klúðra meira en nóg. Vonandi hafa þeir vit á að taka orð hennar alvarlega.

Edda Karlsdóttir (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 09:19

7 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Kannski liggur svarið í bankahruninu það er að þeir hugsa um eitthvað annað en hag umbjóðenda sinna en kannski er það bara vegna þess að þeir eu hálfgerðar heybrækur.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 8.1.2010 kl. 11:54

8 Smámynd: Offari

Eva Joly er ekki Íslendingur og því geta kúgararnir beitt hana þrýstingi.  Íslenskir stjórnmálamenn sitja hinsvegar undir pressunni. Má þar nefna dýralæknirinn sem er sagður ábyrgur fyrir hryðjuverkalögum breta. Þar stóð hann með þjóð sinni og sagði sína þjóð hafa forgang. En bretar svöruðu um hæl og þar með misstu íslenskir stjórnmálamenn málfrelsið. 

Eigning fannst mmmér breytilegt lánshæfismat eftir því hvort ríkisstjórn samþykkti eða forsetinn hafnaði vera hvað gleggsta dæmið um það hvað erlend ríki geta kúgað okkar ráðamenn með því að sýn snögg viðbrögð. Sem betur fer lét forsetinn ekki bugast og okkur er nú farið að vaxa ásmeginn erlendis svo nú býst ég við að íslenskir stjórnmálamenn fari að segja sína meiningu.

Offari, 8.1.2010 kl. 14:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 828226

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband