Erum við á leið uppúr sandkassanum? Björn Valur,Þórunn og Ólína í þagnarbindindi.

Jæja,kannski er eitthvað jákvætt að gerast meðal stjórnmálamannanna eftir allt saman. Góð byrjun að gera tilraun til að ná saman og að Ísland komi fram sem sameinað afl gegn Bretum og Hollendingum.

Nú verða forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar að óska eftir því við Björn Val Gíslason að hann setji rennilás fyrir sinn minn og segi ekki neitt. Þvílíkt og annað eins sem oltið hefur uppúr manninum eykur ekki líkur á að menn nái saman.

Sama á við um Þórunni Sveinbjarnardóttur. Óskaplega óheppilegar yfirlýsingar hennar um að þjóðaratkvæðagreiðslan snúist um það að annað hvort verði forsetinn eða ríkisstjórnin að segja af sér.

Svona yfirlýsingar eru ekki til að auka líkur á samvinnu. Skrúfa þarf fyrir orðaflaum Þórunnar.

Ólína Þorvarðardóttir er hrokafull og segir þingmann á Evrópuþinginu og sérfræðing ekki vita hvað hann er að segja. Óskaplegt þegar þingmenn eins og Ólína  talar á svona hátt. Svona ral eykur ekki líkur á sátt og samvinnu.

Endilega tryggið að þessir þrír þingmenn fari nú í þagnarbindindi á meðan aðrir reyna að ná sáttum til að stilla saman strengina í baráttunni við Breta og Hollendinga.


mbl.is Mjög gott skref
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrannar Baldursson

Já, svona óábyrgt hjal eins og hjá Ólínu og Birni Val geti fælt velvilja fólk í burtu. Hvað græðum við á því?

Hrannar Baldursson, 11.1.2010 kl. 18:30

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Merki um greind Ólínu og Björns að þau virðast ekki hafa áttað sig á því að maðurinn gæti svarað fyrir sig. Það gerði hann líka og það ætti að nægja til að þau lokuðu á sér trantinum, en ég er ekki viss um að það sé þeim lexía frekar en fyrri daginn.  Skipstjórinn og skólameistarinn trompa allt í visku og innsæi að eigin mati.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.1.2010 kl. 19:02

3 Smámynd: Stefán Stefánsson

Ég tek heils hugar undir með ykkur.
Það er engu lagi líkt að hlíða á málflutnings þeirra. Hrokinn í þeim er svo yfirgengilegur að það nær engri átt.

Stefán Stefánsson, 12.1.2010 kl. 00:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband