Seðlabankastjóri kennir Ólafi Ragnari,forseta,um að ekki var hægt að lækka vexti meira.

Þá vitum við það. Að ekki var hægt að lækka vexti meira í dag er allt Ólafi Ragnari að kenna segir Seðlabankastjóri. Ástæðan er að forsetinn skrifaði ekki undir Icesave lögin. Það er ekki hægt að lækka vexti meira vegna þess að þjóðin á að fá að segja sitt álit á ríkisábyrgðinni 6.mars n.k. Engu breytir þótt verðbólgan hafi lækkað verulega.

Seðlabankinn er v æntanlega að segja við almenning. Þasð er eins gott að þið gerið eins og Steingrímur J. og Jóhanna segir ykkur. Þið verðið að samþykkja Icesave lögin. Þá getum við lækkað vextina almennilega. Allt verður flottg fínt ef þið hlýðið og borgið eins og Bretar og HBollendingar segja okkur að gera.

Já,Seðlabankinn ætlar að beita sínum áhrifum til að fólk kjósi eins og Steingrímur J. og Jóhanna vilja.

Hvað ætli hefði nú veriuð sagt ef Davíð Oddsson væri Seðlabankastjóri og gæfi út svona yfirlýsingu.


mbl.is Stýrivextir lækka í 9,5%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Þetta er faglegt mat fagmanns.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 27.1.2010 kl. 19:00

2 identicon

Var það ekki skötuhjúin sem réðu seðlabankastjóra? Ekkert skrítið að hann komi með sömu hótin og Hanna og Grímur, líka gáfað og þegar hann herti höftin og þá ætti krónan að styrkjast. Efast um að hann dygði til meira en gjaldkera í raunveruleikanum. Okkur er kanski brugðið við tiðindin 2008 - 2009 en það er meiri töggur í Íslendingum en að vera hrædd við svona hót.

Ingolf (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 19:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband