Er Indriði að reyna að koma í veg fyrir að þjóðin nái betri samningum?

Af og til vekja vinnubrögð Indriða atstoðarmanns Steingríms J. fjármálaráðherra furðu þjóðarinnar,hvort sem það eru minnispunktaskrif um borð í flugvél eða skrif í dagblöð.

Flestum finnst nú alveg nóg um að þessi Indriði sitji alla daga í ráðuneytinu og reyni að hugsa upp hvernig hann geti hækkað skatta eða búið til nýja skatta til að pína almenning þótt hann sé nú ekki á fullu að gera tilraun til að koma í veg fyrir hagstæðari samning við Breta og Hollendinga.

Það er með ólíkindum að þessi Indriði skuli birta minnispunkta um samningsdrög í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar,sem ekki voru rædd í ríkisstjórn eða á Alþingi.

Ingibjörg Sólrún þáverandi formaður Samfylkingar og utanríkisráðherra segist aldrei hafa séð þessa pappíra.

Varla geta einhver orð á blöðum talist vera samþykkt fyrr en ríkisstjórn og Alþingi hefur samþykkt. Það er reglan hér á Íslandi þótt vera kunni að önnur regla hafi gilt í kommaríkinu,sem Indriði er mennaður í.

Það er furðulegt að Indriði skuli kasta þessum ómerkilegheitum fram nú þegar allar líkur eru á að þverpólitísk samstaða sé að nást hér og hugsanlegt að það leiði til betri samninga en nú eru á borðinu.

Er það virkilega skoðun Indriða að vegna þess að einhverjir pappírar eru til í ráðuneytinu frá fyrri ríkisstjórn þá verði að samþykkja samninginn sem á að koma til þjóðaratkvæðagreiðslu.

Er ekki aðalatrið að hugsanlega getum við fengið hagstæðari samning ef við stöndum saman.

 


mbl.is „Stendur fyrir sínum skrifum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi Indriði er eitthvert mesta ólíkindatól sem Ísland hefur átt. Því fyrr sem honum verður komið af launaskrá skattgreiðenda því betra. Vonandi fá svo feðginin Svavar og ráðherrann að fylgja þar með.

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 10.2.2010 kl. 23:11

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Jæja segðu, mér er búið að finnast þessi aðferðarfræði sem er notuð meir en lítið skrítin, mótast af skömm og sektarkennd eins og argasta sakamanni myndi líða án þess að vita hvernig þeim líði en ímynda mér.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 11.2.2010 kl. 00:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 828235

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband