Auðvitað á að kjósa 6.mars. Annað kemur ekki til greina.

Að sjálfsögðu á að standa við að kosið verði um Icesave 6.mars n.k. um Icesave. Stjórnmálamennirnir verða að fá skýr skilaboð frá þjóðinni að hún sættir sig ekki við að Bretar og Hollendingar geti pínt okkur til að borga vegna glæfrastarfsemi Landsbankamanna.

Bretar og Hollendingar þurfa að sjá það svart á hvítu að íslenska þjóðin stendur saman og lætur ekki kúga sig þótt Steingrímur J. og Jóhanna hafi verið tilbúin til þess. Ekki bara einu sinni heldur tvisvar.

Bretar og Hollendingar vilja ekki að það komi í heimspressunni hver úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar verða. Af þeirri ástæðu er þeir nú þegar tilbúnir að slaka á.

Fyrir alla muni mega íslenskir stjórnmálamenn gefast upp núna. Málstaðurinn er okkar megin og við eigum að notfæra okkur það. Fyrir alla muni ekki fresta eða blása þjóðaratkvæðagreiðsluna burt.


mbl.is Óbreytt áform um kosningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég sé ekki neinn tilgang í að henda nokkur hundruð miljónum í þetta rugl sem þessi þjóðaratkvæðagreiðsa er, við erum alveg nógu skuldug fyrir. Allir Íslendingar, Bretar og Hollendingar vita fullvel að það er enginn möguleiki á að þetta sé samþykkt svo það væri alveg eins hægt að nota þessa peninga sem skeinibréf inná alþyngi frekar en þessa atkvæðagreiðslu.

Gunnar (IP-tala skráð) 20.2.2010 kl. 01:16

2 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Það er fordæmið sem íslenskir fjórflokkspólitíkusar - ásamt breskum og hollenskum - óttast svo mjög, að allra leiða er leitað til að koma í veg fyrir að atkvæðagreiðslan fari fram. Þetta er svo miklu stærra mál en bara "einhver atkvæðagreiðsla".

Haraldur Rafn Ingvason, 20.2.2010 kl. 01:44

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Vandin liggur ekki í líðræðinnu, heldur einræðistiburðum Steingríms.  Það er sérkennilegt tal að halda því fram að við skuldum svo mikkið að okkur munni ekkert um Icesave, sem eingin veit hvað er. 

Sé það tilfellið að Bretar séu enn að hugsa um vexti, þá eigum við að tilkynna þeim bréflega okkar sjónamið í einföldu skýru máli og að við séum ekki til viðræðu fyrr en eftir 6 mars.

En til þess að þetta sé hægt þá þarf að binda Fláráðabandalagið og Steingrím foringja þess.  Hann er ljóslega ein hætulegasti maður Íslandsögunnar.

Hrólfur Þ Hraundal, 20.2.2010 kl. 10:00

4 Smámynd: Gunnar Borgþór Sigfússon

Mikið er ég sammála þessu Sigurður. Það væri skömm að því að taka af okkur þann rétt.

Gunnar Borgþór Sigfússon, 20.2.2010 kl. 10:37

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Það er ekkert annað í stöðunni en að þjóðaratkvæðagreiðslan fari fram 6.mars

Óðinn Þórisson, 20.2.2010 kl. 12:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband