Hroki Jóhönnu verkstjóra Vinstri stjórnarinnar ótrúlegur gagnvart Sigmundi Davíð formanni Framsóknarflokksins.

Ég var áðan að fylgjast með Silfri Egils. Það var merkilegt að heyra að forystumenn Vinstri stjórnarinnar virðast engan veginn ætla sér að skilja skilaboð þjóðarinnar í atkvæðagreiðslunni í gær.

Það er rétt sem framhefur komið aðþað var Jóhanna sjálf sem stillti þessari kosningu þannig upp að hún snérist um ríkisstjórnina. Með því að hún gaf út að kosningin væri að hennar mati vitleysa og peningasóun var hún að kvetja fólk til að sniðganga þjóðaratkvæðagreiðsluna. Það tókst ekki og þjóðin talaði mjög skýrt.

Í þættinum lýsti Sigmundur Davíðþví yfir að hann teldi að fljótlega þyrfti aðkjósaþar sem Vinstri stjórnin væri rúin öllu trausti. Þá kom hroki Jóhönnu vel fram.Hún sagði með fyrirlitningatón til Sigmundar Davíðs hvort hann héldi virkilega að það væri betra að hann tæki við.

Nú er ég hvorki sérstakur stuðningsmaður Sigmundar Davíðs eða Framsóknarflokksins en segi hvaða leyfi hefur formaður Samfylkingarinnar til að sýna formanni Framsóknarflokksins slíkan hroka og lítilsvirðingu.

Þasð eru örugglega margir sem telja að það væri mun betra að hafa Sigmund Davíð sem forystumann heldur en Jóhönnu.

Merkilegt var einnig að hlusta á hvernig formenn Vinstri flokkanna reyna að halda því fram að stjórnarandstaðan hafi ekki viljað vinna saman. Bjarni,Birgitta og Sigmundur Davíð lýstu því öll yfir að þau hefðu og vildu áfram standa sameiginlega að þeim markmiðumsem sett voru gagnvart viðræðum við Breta og Hollendinga.

Það liggur auðvitað ljóst fyrir aðþessi tæra Vinstri stjórn er ekki starfhæf lengur. Það er rétt semhefur komið fram að skynsamlegast væri að mynda þjóðstjórn til að leysa tiltekin mál sem snúa að heimilum og fyrirtækjum. Sú stjórn myndi starfa í nokkra mánuði en eftirþað væri efnt til kosninga.

Steingrímur J. greip til þess ráðs þegar honum fannst málstaður sinn ekki nægjanlega góður og beina spjótum sínum að Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins og segja, bíddu bara þangað til rannsóknaskýrslan kemur. Þú verður ekki svona brattur þá.

Svar Bjarna var gott. Auðvitað verður Sjálfstæðisflokkurinn að taka alvarlega sem koma mun fram í skýrslunni.

það eralveg vitað að einhverjir fyrrverandi ráðamenn í Sjálfstæðisflokknum munu fá verulegar athugasemdir vegna sinna verka eðaaðgerðarleysis.

Auðvitað Sjálfstæðisflokkurinn ekki skotið sér undan ábyrgð áþví sem gerðist frekar en Samfylkingin, en aðalatriðið er auðvitað að horfa til framtíðar og finna leiðir til að rétta þjóðarskútuna af.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Það var einstakt augnakonfekt að verða vitni að því hvernig Steingrímur hreinlega rúllaði upp þessari hugmyndalausu og steingeldu stjórnarandstöðu.

hilmar jónsson, 7.3.2010 kl. 14:42

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Eftir að þjóðin felldi dóm sinn um Icesavesamning Steingríms geri ég ekki ráð fyrir öðru en Steingrímur axli ábyrgð eins og hann sagðist myndi gera og segja af sér - það er ekkert annað í stöðunni - hann náði ekki að klára málið.
Hroki Jóhönnu Sigurðardóttur kemur engum á óvart og vona hún hafi manndóm í sér til að biðja formann Framsóknarflokksins afsökunar á orðum sínum.
Léleg frammistaða Jóhönnu og Steingríms í Silfri Egils kom mér ekki á óvart.

Óðinn Þórisson, 7.3.2010 kl. 15:08

3 Smámynd: Jón Sveinsson

Alt niðrandi tal um aðra er ekki til sóma hver sem á í hlut á og er ég eingin undantekning,Almenningur hefur fengið nóg af skrumi stjórnarinnar en stjórnin hefur ekki sýnt þjóð sinni neitt annað en  LÍTILSVIRÐINGU  JÁ MÍN ORÐ.

eftir að úrslit voru kunn og þjóðin hefur talað gera þau samt lítið úr kosningunni eins og fólk séu bara einhverjir kjánar nú er búið að fella lögin úr gildi af fólkinu í landinu það er að segja þjóðinni Nú á að stoppa þetta rugl fara að byggja upp atvinnulífið sjá hvað A.G.S gerir því þetta hverfur ekki en þá sjáum við það svart á hvítu hvort eitthvað er að marka þessar lánveitingar en það þarf fólk sem hefur þjóðarstolt og dug til að hlusta á fólkið í landinu en hverjir eru það sem slíkt gjöra , en eitt er víst að ekki gjöeir þessi stjórn það. JÁ ÞAÐ ERU MÍN ORÐ. 

Jón Sveinsson, 7.3.2010 kl. 17:12

4 identicon

Velferðarstjórnarparið var mjög samstillt í vandræðaganginum og ekki var

málflutningur þeirra trúverðugur hrokinn er ótrúlegur hjá þeim

Væntanlega verður staðið við það að axla ábyrgð

Guðmundur Baldursson (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 17:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband