Jóhanna verkstjóri sendir órólegu deildinni í Vinstri grænum tóninn. Þétta verður raðirnar eða?

Jóhanna forsætisráðherra gaf það fyllilega í skyn í Silfri Egils í dag að nú yrði látið á það reyna hvort órólega deildin í Vinstri grænum ætlaði að vera með í áframhaldandi Vinstri stjónar samstarfi eða ekki.

Ég held að Samfylkingin geti nú fyrst og fremst kennt sjálfri sér um hvernig komið er. Hvers vegna í óskupunum að vera sífellt að leggja fram mál sem kljúfa þjóðina. Hvers vegna mátti ESB umræðan ekki bíða. Þetta mál klýfur þjóðina.

Hvers vegna að varpa sprengju með fyrningaleiðinni í sjávarútvegi. Hvers vegna mátti það mál ekki bíða.

Hvers vegna vill Samfylkingin ekki hlusta á þjóðina í Icesave? Er það hræðslan við að baka sér óvinsældir hjá ESB þjóðunum.

Á meðan Samfylkingin hefur stundað það að koma með mál sem sundra þjóðinni bíða öll stóru málin úrlausnar s.s. fjárhagsvandi heimila og atvinnufyrirtækja.

Auðvitað sjá það allir að hroki og yfirgangur Jóhönnu Sigurðardóttir mun ekki ganga öllu lengur,einfaldlega vegna að hún nýtur ekki meirihlutastuðnings á Alþingi og því síður hjá íslensku þjóðinni.

Jóhanna velur yfirleitt þáleiðað kenna öðrum um að stjórnin getur ekki gert neitt í málum sem skipta máli. Í því sambandi beinir hún oft spjótum sínum að stjórnarandstöðunni. Vandamálið er ekki þar. Vandamálið er að Jóhanna hefur ekki meirihlutastuðning þingmanna á bak við ríkisstjórnina. Annar flokkurinn í VG stuður hana en hinn flokkurinn í VG ekki. Þar liggur vandamál Jóhönnu.

Ég hef ekki trú á því að sjálfstætt hugsandi þeingmenn Vinstri grænna láti Jóhönnu hóta sér.Það er því nokkuð augljóst að dagar hinnar tæru Vinstri stjórnar verða ekki margir til viðbótar.

 


mbl.is Ríkisstjórnin þarf að þétta raðirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er sorglegt og afskaplega aumt þegar stjórnmálamenn eins og Jóhanna og Steingrímur geta ekki haft manndóm til að viðurkenna augljós mistök,en þessi hroki sem þau sýndu í þætti Egils í dag sínir hversu ráðþrota þau eru og var þeim til mikillar minnkunar.

Magnús Gunnarsson (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 23:43

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Hennar tími er liðinn.

Þau eru alveg ótrúleg, ætla að kenna stjórnarandstöðunni um hvernig komið er nú. Vandræðin sem við stöndum frammi fyrir núna er fyrst og fremst getuleysi stjórnarinnar um að kenna.

Menn geta lengi deilt um hvað olli hruninu, kannski var eftirlitskerfið okka ekki nógu virkt, kannski voru stjórnvöld ekki nógu vakandi. Það virðist enginn samt átta sig á því að það voru fullorðnir menn sem stjórnuðu bönkunum og settu hér allt í þrot. Er virkilega svo komið að stjórnvöld þurfi að vera með nefið afaní hvers manns koppi? Vissulega fellur það vel að hugsjónum VG og Samfó.

Það þarf vissulega að finna þá sem gerðu okkur þetta og draga þá fyrir dóm.

Það er hinsvegar skelfilegt að það skuli vera liðið meir en ár síðan þessi stjórn tók við og ekkert hefur enn gerst.

Stjórnin er löngu búin að sanna getuleysi sitt!!

Gunnar Heiðarsson, 8.3.2010 kl. 08:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband