Staðfestir ótrúlegan skandal í sölu bankanna.

Eins og marga hefur grunað var eingöngu um pólitískan klíkuskap að ræða við sölu Lnadsbankans og Búnaðarbanka.Það virðist vera með ólíkindum hvernig Halldór og Davíð hafa kokkað upp aðferðir til að skipta þessum stofnunum milli einkavina sinna.Eins og frétt mbl ber með sér staðfestir Steingrímur Ari Arason að svona hafi verið staðið að sölu bankanna.

Svo er það með öllu óskiljanlegt að aðrir í forystu Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks á þeim skulu hafa lþatið þetta viðgangast. Til hvers var þetta fólk á þingi ef tveir menn réðu öllu sem þeir vildu ráða.

Flestir voru örugglega á því að það væri af hinu góða að bankarnir færu úr ríkiseign, en þá var talað um dreifða eignaraðild. Það er með öllu óskiljanlegt hvers vegna var horfið frá þeirri stefnu. Hvers vegna var einkavinum Davíðs og Halldórs afhent meirihlutavald í bönkunum á silfurfati.Það var nefnilega þannig að fjöldi einstaklinga átti þegar hlut í bönkunum sem hefur nú orðið engu.

Hefði Sjálfstæðisflokkurinn staðið við sína stefnu að selja ætti bankana í dreifðri eignaraðild hefði aldrei farið eins og fór.

Þetta er hreint og beint ömurleg saga og óskiljanlegt að tveir einstaklingar hafa getað fórnað stefnu flokkanna til að afhenda verulegar eignir til einkavina sinna.

Sjálfstæðisflokkurinn þarf virkilega að gera upp sín mál ætli hann að geta áfram leitað eftir trausti kjósenda.


mbl.is „Þetta var pólitísk ákvörðun“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Ég er alveg hjartanlega sammála síðustu línunni í færslunni hjá þér. Flokkur sem hreyfir hvorki legg né lið þegar atvinnufrelsi er skert er ekki stuðnings verður. Flokkur sem þusar um það lengi vel að báknið sé of stórt en tekur svo þátt í að stækka það er ekki trausts verður. Ég er feginn að Þorgerður Katrín skuli vera farin, það hefði átt að gerast fyrir mörgum árum. Bjarni stendur of veikt, hann er með þessi vafningsmál um hálsinn og svo var hann á tímabili að daðra við aðild að ESB. Næst þarf Guðlaugur að fara.

Sjálfstæðisflokkurinn verður að snúa sér að því sem hann var m.a. stofnaður um, einstaklingsfrelsi og að minnka ríkisbáknið. Það þarf að skera niður í t.d. ráðuneytunum svo hægt sé að gera vel í heilbrigðis- og menntamálum.

Það er auðvelt að vera vitur eftirá varðandi einkavæðingu bankana, menn gefa sér að eigendur fari vel og skynsamlega með eigur sínar. Hve margir gagnrýndu einkavæðinguna í miðju góðærinu?

Helgi (IP-tala skráð) 21.4.2010 kl. 18:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband