Sá fyrsti en ekki sá síðasti?

Er ballið nú að byrja hjá sérstökum saksóknara. Það hljóta fleiri að fylgja í kjölfarið í fangelsi. Skelfing er það í sjálfu sér sorglegt  ungir vel menntaðir menn skuli þurfa að enda í fangelsi. Maður getur ekki annað en vorkennt fjölskyldu Hreiðar Más.

Hin hliðin er svo auðvitað að maður getur ekki haft samúð með mönnum sem fóru gjörsamlega með þjóðina á hliðina. Það eru ansi margir sem þurfa að líða fyrir það sem þessir útrásarvíkingar og bankamenn aðhöfðust.

Það er ömurlegt hvernig græðgin hefur leitt menn út í þvílíka vitleysa að líklegt er að margir muni hljóta fangelsisdóma fyrir.

Nú hljóta margir að skjálfa.


mbl.is Hreiðar Már handtekinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Jónsson

Það er furðulega þenkjandi fólk sem ætlar að fara að vorkenna þessum mannleysum sem eru búnir að kosta þúsundir allt sitt,nei mín samúð liggur ekki hjá þessu hyski heldur hjá almenning sem á hvorki í sem né á.

Friðrik Jónsson, 6.5.2010 kl. 18:33

2 Smámynd: Sigurður Jónsson

Ég er ekki að vorkenna Hreiðari Má. Ég sagðist vorkenna fjölskyldu hans. Ekki geta börnin neitt gert af óheiðarlegum viðskiptum Hreiðars Más.

Sigurður Jónsson, 6.5.2010 kl. 19:00

3 Smámynd: Aðalsteinn Tryggvason

Sammála því, en þeir gráðugu gleymdu að hugsa um sína nánustu í hita leiksins

Aðalsteinn Tryggvason, 6.5.2010 kl. 20:04

4 Smámynd: Friðrik Jónsson

Satt Sigurður börnin lenda því miður alltaf á milli,enda eru tugþúsundir barna sem eru að líða skort fyrir gjörðir þessara manna á Íslandi í dag og þess vegna er fólk reitt.

Friðrik Jónsson, 6.5.2010 kl. 20:23

5 Smámynd: Davíð Þ. Löve

En blessuð börnin þurfa þó ekki að standa í biðröð hjá fjölskylduhjálpinni í framtíðinni. Ég vorkenni þessum fjölskyldum en ekki þeim sem eiga milljarða falda á reikningum um allann heim.

Davíð Þ. Löve, 6.5.2010 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 828230

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband