Er ekki allt í lagi með Vinstri stjórnina að ætla enn að grípa til skattahækkana.

Steingrímur J.segir bara kokhraustur að ekki verði um víðtækar skattahækkanir að ræða nú og gert var í fyrra. Flestum finnst nú nóg komið af skattahækkunum. Nær væri fyrir ríkisstjórnina að koma atvinnulífinu almennilega í gang til að skapa tekjur fyrir þjóðfélaginu í stað þess að stuðla að algjörri stöðnun og auka á atvinnuleysi.

Furðulegt að það skuli enn vera til kjósendur sem ætla að kjósa Samfylkinguna og Vinstri græna tiláhrifa í sveitarstjórnum laandsins.


mbl.is Skattar munu hækka eitthvað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Steingrímur og co. ætla sér að hækka skattana á næstunni samkvæmt ummælum þeirra og hananú ! Steingrímur á mun meiri heiður að vera kallaður Skattmann en Ólafur Ragnar á sínum tíma !

Skattarnir munu beinast fyrst og fremst að sparifjáreigendum og "hátekjufólki", en þar er sérstaklega um að ræða fólk sem leggur á sig mikla yfirvinnu bara til þess að borga skuldir sínar sem það á í flestum tilfellum enga sök á !!!

Persónulega er ég laus við þessa skattnauð því ég er ekki bara ein af þessum atvinnualausu heldur ein af þeim sem hafa ekki rétt á atvinnuleysisbótum, sem þýðir ENGAR TEKJUR, en ástæðan er sú að ég sagði upp óheilsusamlegri vinnu, en vinnumálastofnun er ósammála mér, vill að ég þræli áfram í þessari vinnu og hennar viðmið skv. bréfi sem ég fékk frá vinnumálastofnun í síðustu viku segir að 

"með virkni í atvinnuleit er m.a. átt við færni til flestra almenna starfa, hafa frumkvæði að slarfsleit, hafa vilja og getu til að taka starfi án sérstaks fyrirvara, vera reiðubúinn að taka starfi hvar SEM ER Á ÍSLANDI , vera reiðubúinn að taka starfi óháð því hvort um fullt starf, hlutastarf eða vaktavinnu er að ræða og hafa vilja og getu til að taka þátt í vinnumarkaðsaðgerðum sem standa honum til boða "

engin eftirfylgni er hjá VMST hversu mörg störf maður hefur sótt um !! en í mínu tilviki er um tugi starfa undanfarið og viðtölin verið álíka mörg, en svo fær maður afdráttarlausa neitun, en á meðan fá útlendingar, með ekkert dvalarleyfi, tímabundnar atvinnuleysisbætur !!!

Atvinnulaus (IP-tala skráð) 1.6.2010 kl. 16:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband