Segir Jóhanna af sér eftir skell Samfylkingarinnar.Fyrrverandi formaður Framsóknar gerði það eftir skell síns flokks.

Eins og við var búist skiptust á skin og skúrir hjá gömlu stjórnmálaflokkunum í kosningunum. Eitt var þó gegnum gangandi,Samfylkingin er sá flokkur sem fékk gífurlegan skell. Tapaði hressilega.

Nú er það spurning hvernig Jóhanna metur þessi úrslit. Fer hún að eins og Halldór fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins eftir að hans flokkur fékk skell og segir af sér.

Útkoma Sjálfstæðisflokksins er víðast hvar verulega góð og sýnir að flokkurinn er að ná upp fylginu aftur. Akureyri er reyndar undantekning en þar skipta örugglega miklu mjög staðbundið neikvætt mál fyrir flokkinn.

Sigur Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ er ótrúlegur. Það er búið að hamast í áróðri gegn Árna og félögum.Vinstri stjórnin hefur gert allt til að drepa niður allar hugmyndir um atvinnuuppbyggingu. Fjármál sveitarfélagsins hafa verið gerð tortryggileg. Þrátt fyrir allt vinnur Sjálfstæðisflokkurinn stórsigur. Frábært hjá Árna og félögum.

Í Garðinum urðu sögule úrslit. D-listinn býður nú fram í fyrsta skipti og vinnur frábæran sigur. Kosningabarátta D-listans var mjög sterk og skipulögð,sem skilaði árangri. Ásmundur Eyjamaður nýtur mikilla vinsælda sem bæjarstjóri og meirihluti kjósenda vill hafa hann áfram.

Þessi úrslit í Garðinum hljóta að vera mikið áfall fyrir Oddnýju Samfylkingarþingmann,sem hafði boðað að N-listi hennar yrði a.m.k. í meirihluta næstu 20 árin. Á aðeins einu kjörtímabili tapar N-listinn 40% af fylgi sínu þrátt fyrir að þingmaðurinn setti sig í baráttusætið.

Já kjaftshögg Samfylkingarinnar er mikið í þessum kosningum.


mbl.is Munum halda áfram okkar verki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sigurður ég held að þú áttir þig ekki alveg á þessu.

Samfó "VANN" sigur þrátt fyrir allt. Töpuðu t.d. að vísu 2 mönnum í Hafnarfirði til Sjálfstæðismanna, en samt er það vilji fólksins í Firðinum að þeir verði áfram í meirihluta og þá með VG segir Lúðvík fallisti. Eins segir Dagur í Reykjavík að það sé vilji fólksins að Samfó vekji Reykvíkinga. Tapaði bara einum manni.

Þú sem gamall refur í pólitíkinni skilur þetta ekki frekar en ég. Jóhanna setur þetta í nefnd innan flokksins sem á að skila áliti fyrir kosningarnar 2014.

Björn (IP-tala skráð) 30.5.2010 kl. 15:00

2 identicon

Íhaldið er búið að vera!

Tíminn er kominn félagar!


Ég bíð í ofvæni eftir því að við getum komið hér á sósíalisku samfélagi.
Okkur sem höldum úti bloggi ber skylda til þess að boðskapur sósíalismans sé þar í hávegum hafður og að við látum einskis ófrestað við að koma af stað þeirri byltingu sem nauðsynleg er og ég sjálfur hef unnið að hörðum höndum allt frá því á sjöunda áratugnum.
Hin marxiska sögulega greining leiðir óhjákvæmileg í ljós að nú er rétti tíminn!!

Pétur Tyrfingsson (IP-tala skráð) 30.5.2010 kl. 19:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 9
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 828219

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband