Hlusta þingmenn á vilja kjósenda?

 Könnun eftir könnun kemur það í ljós að meirihluti þjóðarinnar er á móti þessu brölti með aðildarumsókn í ESB. Hvers vegna eru við að eyða hundruðum milljóna ef ekki milljörðum í usmókn í bandalag sem við viljum ekki ganga í.

Margir þingmenn VG segjast vilja draga umsóknina til baka. VG hefur flokkssamþykkt fyrir því að vera á móti ESB.

Er það lýðræðislegt að einn stjórnmálaflokkur þ.e. Samfylkingin neyði samstarfsflokk sinn til að sækja um aðild að ESB. Auðvitað lýsir það kannski best VG að láta hafa sig út í þetta. Það sýnir betur en flest annað að VG er tilbúið aðleggja hugsjónir á hilluna fyrir völd.

Reyndar hafa þingmenn nú tækifæri til að samþykkja að draga umsóknina til baka og fylgja þannig vilja meirihluta kjósenda.


mbl.is Meirihluti vill draga umsókn um aðild til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó Óskar Gíslason

Þingmenn, sama hvar í flokki þeir eru, hafa aldrei hlustað á vilja fólksins. Þeir eru ekki í neinum takti við fólkið í landinu. Þeir lifa í sínum fílabeinsturnum og líta niður á venjulegt fólk.

Marinó Óskar Gíslason, 14.6.2010 kl. 13:22

2 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Sæll Sigurður, og eins og Marínó sagði "ekki í takt við fólkið" er ekki kominn sá tími að fólk fari að fara aðrar leiðir en þær lýðræðislegu sem við höfum fylgt hingað til og nota sömu aðferðir  og klíkan? Þar er að nota sömu vopn og þeir og ekki hlusta né virða viðlits þessa stjórnir. Bara að berja liðið niður eins og þau gera?

Eyjólfur Jónsson, 14.6.2010 kl. 15:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband