Ferfalt húrra fyrir réttlætinu.

Það er eftir allt saman fagnaðarefni að við skulum eiga eins góða dómstóla og kom í ljós við uppkvaðningu umdeildra bílalána. Það hefur verið skelfilegt hvernig þessi fjármögnunarfyrirtæki hafa hagað sér síðustu árin. Tugþúsundir féllu í gildruna og tóku þessi myntkörfulán vegna þess að almenningi var talin trú um að það væri mun hagstæðara og því fylgdi lítil áhætta. Annaðö kom í ljós.

Margir hafa því misst bíla sína algjörlega að óþörfu. Hefði það legið fyrir frá byrjun að þetta væri óheimilt væru margir enn á bílum sínum eða væru ekki með hundruð þúsunda reikninga á bakinum.

Það hlýtur að vera stór spurning hvort margir eiga ekki rétt á skaðabnótum frá fjármögnunarfyrirtækjunum vegna ólöglegra samninga og þar af leiðandi ólöglegra vörslusviptinga á bifreiðum.

Þessi dómi ber að fagna núna á 17.júni,þjóðhátíðardegi okkar.


mbl.is Gengistryggingin dæmd óheimil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Mest er ég hrædd við að þeir finni einhverja smugu til að verjast "fjármagnið"....

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 17.6.2010 kl. 14:25

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það liggur fyrir að stjórnvöld nenntu ekki að sinna þessu máli og þess vegna bíð ég eftir afsökunar beiðni frá forsætisráðherra og skástífu hennar.

Hrólfur Þ Hraundal, 17.6.2010 kl. 21:50

3 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Það liggur beinast fyrir að þegar vörslusviptum bílum verður skilað til eigenda sinna að eignaleigufyrirtækin láti gera við þá. Nóg rukkuðu þeir fyrir viðgerðarkostnað.

Sigurður Sigurðsson, 18.6.2010 kl. 01:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband