Gylfi hlýtur að eiga að bera ábyrgðina.

Eins við var að búast gerir Mörður Árnason tilraun til að segja lesendum að svart sé hvítt. Það hefur verið hans siður gegnum tíðina. Ætli Mörður ímyndi sér að almenningur á Íslandi sé svo einfaldur að sjá ekki að nefið á  Gylfa viðskiptaráðherra stækkar stöðugt eins og í ævintýrinu um Gosa.

Það hefur verið upplýst að ráðuneyti Gylfa hafði fengið lögfræðiálit þar sem gengistryggðu lánin voru talin ólögmæt. Gylfi hlýtur að hafa átt að kynna sér þau álit sem ráðuneytinu bæarust í svo viðamiklu máli. Hafi hann ekki gert það hlýtur hann að þurfa að víkja úr ráðherrastóli fyrir vanrækslu í starfi.

Hitt er þó mun líklegra að Gylfi hafi vitað um þetta álit en svaraði spurningu Ragnheiðar þingmanns með því að svara alls ekki bþeirri spurningu,heldur svara allt öðru.

Auðvitað getur Mörður sagt að Gylfi hafi ekki logið en hitt er alveg ljóst að hann afvegaleiddi þingið.

Steingrímur J. segir að auðvitað hefði verið æskilegt að hans ráðuneyti hefði fengið að vita af álitinu.

Svo er það merkilegt að Jóhanna og Steingrímur J. funda og segja það allt í sómanum að Gylfi haldi áfram sem ráðherra. Hann þurfi ekki að segja af sér.

Eftir að fkölmiðlar greina frá þessu kemur frétt að þingflokkar Vinstri grænna og Samfylkingar hafi boðað Gylfa á fund til að fara yfir málin. Hef'i nú ekki verið nær fyrir Jóhönnu og Steingrím J. að bíða með syndakvittun þar til það liggur fyrir að Gylfi njóti trausts þingflokkanna.

Hreyfingin hefur boðað vantrausttillögu á Gylfa. Þá kemur í ljós hvort stjórnarþingmenn fallast á vafasamar útskýringar Gylfa.Hræddur er ég um að Mörður hefði ekki talið etta nægjanlegar skýringar ef í hlut hefði átt ráðherra Sjálfstæðisfloks eða Framsóknarflokks.


mbl.is Fráleitt að Gylfi hafi logið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband