Aðalgrín forystumanna Vinstri stjórnarinnar er að tala um,kattasmölun,tussufínt og rassahopp.

Já húmor manna er dálítið misjafn. Eftir því var t.d. tekið þegar Jóhanna Samfylkingarformaður talaði um þingmenn Vinstri grænna sem ketti og að erfitt væri að smala slíkum köttum. Samfylkingarfólk veltist um af hlátri en Vinstri grænir sáu ekki húmorinn í þessu.

Apstoðamaður Menntamálaráðherra talaði um að eigið plott til að plata fréttamenn væri tussufínt. Eflaust fanns Vinstri grænum þetta rosaflottur húmor,en fáum öðrum. reyndar fanns mörgum mjög óviðeigandi að aðstoðarmaður menntamálaráðherra skyldi velja svona orð af öllum þeim orðum sem til eru í íslensku og þykja smekklæegri.

Nýjasta dæmið er svo húmor Þórunnar Samfylkingarkonu sem segist hafa verið að taka þátt í gríni þegar einhver gerði hróp að henni fyrir utan stjórnarráðið. Hún sagði við fréttamanninn , segðu frænda þínum að hoppa upp í rassgatið á sjálfum sér. Skrítinn húmor það. En kannski er þetta einhver ný íþróttagrein innan Samfylkingarinnar sem iðkuð er, svokalla rassahopp.

Jú húmor Vinstri manna er oft dálítiðið sérstakur.


mbl.is „Ég biðst innilega afsökunar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Landfari

Þú minnist ekert á ummæli Geirs á þingi um sætustu stelpuna.

Mér finnst  furðulegt hvað menn geta gert mikið mál úr þessu, sem var jú bara tveggja manna tal og var bara staðbundin brandari.

Geir var jú í ræaðustól á alþingi og maður gerir meiri kröfur um að menn vandi sig þar en þegar verið er að segja einhverja lókal brandara.

Landfari, 1.9.2010 kl. 22:29

2 Smámynd: Sigurður Jónsson

Reyndar sagði Geir þennan brandara í Valhöll. Ég skal alveg taka undir að þetta var ekki mjög heppilegt hjá Geir á sínum tíma, þótt hann væri meðal gallharðra Sjálfstæðismanna. Hann eins og Þórunn gerði sér ekki grein fyrir að fréttamenn voru með kveikt á vélinni.

Og flokksbróðir Þórunnar hann Brown í Bretlandi. Það  fór nú aldeilis illa hjá honum þegar hann gerði sér ekki grein fyrir að kveikt var á upptöku.

Sigurður Jónsson, 1.9.2010 kl. 22:52

3 Smámynd: Landfari

Mér finnst nú samt að menn eigi ekki að þurfa að vera algerlega gerilsneyddir til að geta tekið þátt í stjórnmálum. Það sem Geir sagði og takk fyrir að leiðrétta mig,  var sagt sem brandari og það var ekkert hægt að misskilja það.

Þetta sem Þóunn sagði var líka staðbundin brandari sem enginn gat skilið nema þeir sem viðstaddir voru frá því fyrir viðtalið. Þar var hinsvegar viðhaft orðbragð sem maður segir ekki í útvarp enda var því ekki ætlað að fara þangað.

Það eina sem ég get gert athugasemd við er orðbragð aðstoðarmanns menntamálaráðherra. Þar var um opinbert plaggg að ræða og aðstoðarmenn ráðherra verða temja sér gott málfar og alveg sérstaklega aðstoðarmenn menntamálaráðherra. Það liggur nú bara í hlutarins eðli eins og maður segir.

Það sem mér finnst nú alvarlegast í þessu er að menn geta fjargviðrast út af svona málum en það er varla að heyrist hósti eða stuna þegar í ljós kemur að Jóhannes í Bónus er búin að vera á tveggja milljóna mánaðarlaunum fyrir það eitt að vera stjórnarformaður í Högum auk verulegra annara fríðinda. Núna þegar hann hættir leysir bankinn, sem hann setti á hausinn og við þurftum að endurreisa, hann út með 90 millu eingreiðslu + áslaun + einbýlishús + sumarbústaður + bíll á spottprís.

Finnst mönnum  þetta bara ok?

Landfari, 1.9.2010 kl. 23:12

4 Smámynd: Sigurður Jónsson

Ég er rosalæega sammála þér varðandi Arion,Haga og Jóhannes. ég fjallaði dáítið um þetta. Reyndar er ég að bóiða eftir að Stöð2 og Fréttablaðið fjalli um þetta. Þeir miðlar eru reyndar miklu uppteknari af því að fjalla um Björgólf Thor.

Sigurður Jónsson, 1.9.2010 kl. 23:51

5 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Þetta var bara tussufínt hjá henni að segja þetta. Annars er þetta konugrey óttarlegur aumingji eins og flest hennar samstarfsfólk í samspillingunni.  Vesalingarnir í stjórnarandstöðunni eru nú lítið skárri  Bjarni Ben og aðrið Engeyar aumingjar eru nú að fara á hausinn og tekst líklega að semja sig út úr því með hjálp "góðra" og innmúraðara manna.

Guðmundur Pétursson, 2.9.2010 kl. 02:39

6 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Ég skil út af fyrir sig viðbrögð Þórunnar. Henni var ögrað og þingmenn eru mannlegir. Það er hins vegar orðavalið sem kemur mér á óvart, hvort sem það er sagt í gríni eða alvöru, og litar að sjáfsögðu þá mynd sem ég hef gert mér af Þórunni Sveinbjarnardóttur sem prívatpersónu.

Tepran ég hefði líklega sagt viðkomandi að "hoppa upp í óæðri endann" eða "hoppa upp í svartholið" en ekki "að hoppa upp í ra*****ið á sér". 

Emil Örn Kristjánsson, 2.9.2010 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 828232

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband