Samfylkingin telur nóg að fórna Ingibjörgu Sólrúnu.

Ótrúleg eru vinnubrögð Samfylkingarinnar. Þrátt fyrir að rannsóknarnefndin hafi talið Björgvin viðskiptar áðherra hafi brugðist sínum skyldum þá leggja Samfylkingafulltrúar til að honum verði sleppt en Ingibjörg Sólrún fyrrum formaður verði dregin fyrir landsdóm.

Reyndar er spurning hvaða tilgang það hefur  yfirhöfuð að draga fyrrum ráðherra fyrir landsdóm. Það sést strax að pólitíkin er strax frin að spila inní. Spyrja má áttu ekki Jóhanna og Össur að fylgjast með á sínum tíma. Bera þau enga ábyrgð að hafa setið í ríkisstjórninni þegar allt hrundi.Spyrja má einnig ef fara á svona í málin hvers vegna fyrrverandi ráðherrar Framsóknar eins og Valgerður Sverrisdóttir eiga að sleppa.

 


mbl.is Alvarleg vanræksla á starfsskyldum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Helgason

en sjálfstæðismenn hverjum vildu þeir fórna :)

Sigurður Helgason, 11.9.2010 kl. 21:46

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það sem skiptir okkur höfuð máli er að skilja til hlítar atburðarrásinna  og hvernig má koma í veg fyrir að það sama endur taki sig á okkar lífstíð. 

Okkur vantar enga sökudólga, heldur fólk sem þorir að segja það sem þarf.     Það má alveg senda þeim ábendingar sem á sannast vanræksla eða klaufaskapur. 

En þegar allar þær upplýsingar sem leitað hefur verið eftir eru komnar á borðið og skilgreindar þá má kæra þá sem eru staðnir að yfirhylmingum við rannsókn málsins.

Hrólfur Þ Hraundal, 11.9.2010 kl. 22:40

3 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Sigurður Helgason- Sjálfstæðismenn vildu engum fórna á þessu altari sýndarmennsku og hroka.

Sjálfstæðismenn vilja uppbyggingu -

Og svona til fróðleiks - ef bankar í Bandaríkjunum hefðu ekki komið bönkum í Evrópu til hjálpar hefðu þeir farið nákvæmlega eins og þeir íslensku.

Það er hinsvegar umhugsunarefni hversvegna þeir vildu ekki hjálpa hér?

Sigurður Jónsson - tek undir með þér.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 11.9.2010 kl. 22:43

4 Smámynd: Sigurður Helgason

Ólafur ég hlusta hver er sú uppbygging, er það að einkavæða bankanna aftur ??????

Fleiri álver ??????

Selja orkuveituna og landsvirkjun ??????

selja fiskinn í sjónum??????

þetta er allt nú þegar farið svo hvað ætli þið að gera

Hef verið sjálfstæðismaður í 50 ár, og nú er svo komið að glæpamenn á litlahrauni eru meira virði en stjórnmálamenn ,,,, hvar í flokki sem þeir standa,

Sigurður Helgason, 11.9.2010 kl. 23:00

5 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Já Ólafur Ingi það er umhugsunarvert, en Bandaríkja  menn skulduðu Íslendingum ekki neitt eftir framkomuna við Sendiherra þeirra Carol Van Voosrst, sem ég veit ekki til að hafi verið beðist afsökunar á enþá.

Hafi það verið gert þá hefur það verið gert í leyni.

Hrólfur Þ Hraundal, 11.9.2010 kl. 23:13

6 Smámynd: Jón Magnússon

Það er óneitanlega nokkuð sérstakt að Samfylkingin skuli ekki taka sömu afstöðu og Sjálfstæðisflokkurinn að það skuli ekki kæra fyrrverandi ráðherra. Jóhanna Sigurðardóttir sjálf hefur bent á annmarka á þeirri löggjöf sem á við um það efni.  Annars er þessi skýrsla nefndar Atla Gíslasonar ótrúlegt plagg um marga hluti einkum vegna þess hversu gagnrýnislaust hún stimplar skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og þingnefndin vinnur enga rannsóknarvinnu. Frekar dapurt.

Jón Magnússon, 11.9.2010 kl. 23:14

7 identicon

Og Moggadruslan heldur sögufölsun sinni áfram og nefnir EKKI Á NAFN HR. AÐALGLÆP  HERRA  HAARDE !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

MargrétJ (IP-tala skráð) 11.9.2010 kl. 23:22

8 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Hef ekki lesið þessa skýrslu Atla Gíslasonar, En það kemur mér nú orðið fátt á óvart varðandi það fólk sem undir merkjum VG standa. 

Ég ætla ekki að vera stórorður þó stundum sé mér það tamt, en þetta gúmmý ræfla hyski sem er allt á móti en samþykkir alltaf það sem Jóhanna segir er fölsun á niðurstöðu kosninga og við þessháttar tilvikum verða að vera til ráð í framtíðinni.

Hrólfur Þ Hraundal, 12.9.2010 kl. 00:02

9 Smámynd: Sigurður Helgason

Þar kom þó einn, sem enn talar af viti en er fyrrverandi þingmaður,  

Jón hvernig væri að breyta því ????????

Sigurður Helgason, 12.9.2010 kl. 00:04

10 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Komið þið sæl hvers vegna eru Jóhanna og Össur enn að stjórna á landi voru?

Sigurður Haraldsson, 12.9.2010 kl. 00:11

11 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Mér finnst þetta sorglegt hvað þeir ætla að ákæra og sé ekki tilganginn með því. Hvar ætti þá að stoppa? Hvað með allan þingflokk SF sem vissi þetta vorið 2008? Hvað með Jóhönnu og svo Össur í þessu Ráðherraráði um stjórn efnahagsmála? Hvar eigum við að draga mörkin. Sá hluti skýrslunnar sem fjallar um hvað beri að lagfæra og breyta er góður og hann er næg niðurstaða. Hættum að eyða tímanum í að horfa aftur og horfum fram á við.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 12.9.2010 kl. 15:03

12 identicon

ESB-Jóhanna og Umflakkarinn ,rauparinn og rausarinn Össur Skarphéðinsson,þurfa að fara að segja þjóðinni sannleikann,hvað eru þaug að bardúsa!landráð.?'''?????????

Númi (IP-tala skráð) 12.9.2010 kl. 17:53

13 Smámynd: Skeggi Skaftason

Ábyrgð Samfylkingarinnar er mjög mikil. Hún hleypti Sjálfstæðiskálfunum í stjórn, lét það viðgangast sem fram fór. Sjálfstæðismenn hafa enga ábyrgðartilfinningu svo það er tilgangslaust að ræða um þá.

Skeggi Skaftason, 12.9.2010 kl. 18:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband