Verður Jóhönnu bætt við á ákærulistann? Fá Davíð og Valgerður rauðaspjaldið?

Þá liggur það fyrir að þingmannanefndin fær tillöguna um málshöfðun á 3 eða 4 fyrverandi ráðherra aftur til umfjöllunar. Nú verður spennandi að fylgjast með hvernig nefndin bregst við þeim umræðum og´gagnrýni sem fram hefur komið á Alþingi.

Magnús Orri fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni greindi frá því að komið hefði til umræðu að bæta Jóhönnu Sigurðardðottur á ákærulistann. Auðvitað vekur það athygli hvers vegna Jóhanna sleppur við ákæru en Ingibjörg Sólrún er á ákæulistanum. Miðað við hvernig Jóhanna brást við störfum nefndarinnar má alveg geta sér þess til að nefndin skoði nú mál Jóhönnu upp á nýtt. Eflasut myndi Atli Gíslason ekki gráta það að Jóhanna fengi ákærur eftir að hún rassskellti Atla hressilega á Alþingi.

Svi kemur Ólína þingmaður Samfylkingarinnar með það útspil, sem Þorsteinn Pálsson skrifaði um í Fréttablaðinu að réttast væri að Alþingi samþykkti vítur á nokkra fyrrverandi ráðmenn. Samfylkingin gæti örugglega staðið að því að samþykkja vítur á Davíð Oddsson. Eflaust nægir það Samfylkingunni að koma einhverju höggi á Davíð. Samfylkingin væri örugglega tilbúin að sleppa öllu öðru. Spurning hvað Framsóknarmenn gera ef samþykkja á vítur á Valgerði Sverrisdóttur.

Það er auðvitað spurning hvaða þýðingu svona samþykkt myndi hafa yfir höfuð. Svo er líka spurning hvar enda svona vinnubrögð.

Örugglega kæmi tillaga um að vítur eða að samþykkja að draga Steingrím J. fyrir landsdóm vegna vinnubragða hans í Icesave.

Ein hugmynd hefur einnig verið í gangi að þeir sem stjórnmálamenn sem einhverja ábyrgð bera á hruninu fái ekki eftirlaunagreiðslur.

Já, það verður áfram fjör á Alþingi.


mbl.is Vísað til þingmannanefndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já gegin súper eftir laun sama og við hin höfum

gisli (IP-tala skráð) 22.9.2010 kl. 12:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 828245

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband