Við þurfum nýja þingmenn og nýja ríkisstjórn.

Það er allt að fara í steik á Alþingi. Þessi pólitísku réttarhöld Atlanefndarinnar eru að leiða til einnar alls herjar vitleysu á þingi. Hvar ætla þingmenn að láta þetta enda? Ætla þingmenn að standa í því að útb´ðua kærur hvor á annan.

Það réttasta væri að gefa þjóððinni tækifæri til að velja uppá nýtt á Alþingi. Núverandi þingmenn og flokkar yrðu þá að leggja sín vinnubrögð fyrir dóm kjósenda. Það yrðu örugglega miklar breytingar á skipun þingmanna eftir kosningar. Spurning einnig hvort ný stjórnmálaöfl kæmu til sögunnar.

Það er einnig deginum ljósara að átökin innan Samfylkingarinnar vegna starfa þingmannanefndarinnar gera Vinstri stjórnina endanlega óstarfhæfa. Það er því nauðsynlegt að ný ríkisstjórn verði mynduð sem hefur skýrt umboð kjósenda.

Sem sagt það skynsamlegast er að rjúfa þing og efna til Alþingiskosningar nú í haust.


mbl.is Skynsamlegast að rjúfa þing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll nafni hjartanlega samála.

Sigurður Haraldsson, 25.9.2010 kl. 18:24

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ætli flestir séu ekki sammála um að fulltrúar Borgarahreyfingarinnar  séu bestu - eða í hópi bestu alþingismanna okkar.

Enginn af þessu fólki hafði rreynslu af pólitísku starfi og enginn bjó að þingreynslu.

Borgarahreyfingin- Hreyfingin hefur mjög knappa pólitískt afmarkaða boðun.

En í öllum þeim pólitísku málum sem tekin eru til umræðu á Alþingi koma þessir einstaklingar inn með sínar rökstuddu skoðanir og láta sig engu skipta hvort þær falla að skoðunum stjórnar eða stjórnarandstöðu.

Það er ekki mín skoðun að fulltrúar Hreyfingarinnar hafi alltaf rétt fyrir sér. En þau eru engum undirgefin.

Það á auðvitað ekki að eyða öllum stjórnmálaflokkum. En það þarf að endurskoða mjög vel forystusveitir þeirra allra og líklega skipta þar öllum út. 

Árni Gunnarsson, 26.9.2010 kl. 11:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 828218

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband