Sameining sveitarfélaga hefur ekki leitt til sparnaðar.

Ótrúlegt er að heyra Jón Gnarr segja að Reykjavík og Kópavogur þurfi að sameinast. Þetta er maðurinn sem segir að það sé útilokað að hafa bara einn borgarstjóra í Reykjavík. Þeir verði að vera tveir,því hann komist ekki yfir sitt starf. Svo talar þessi sami Jón Gnarr að það muni sparast milljarðar með því að Reykjavík og Kópavogur sameinist. Furðulegt að fjölmiðlar skuli sleppa Jóni Gnarr með svona fáránlegt svar. Hvers vegna er hann ekki spurður að því hvernig hann ætli að ná milljarða sparnaði.

Reynsalan hefur sýnt að sameining sveitarfélaga hefur ekki leitt til sparnaðar nema síður væri.

Aftur á móti er svo komið fyrir mörgum sveitarfélögum að þau eru rekin með dúndrandi tapi og þurfa örugglega að taka á sínum málum. Það er ekki tími núna til að fást við einhver gæluverkefni. Það kom mér á óvart að öll sveitarfélögin á Suðurnesjum skuli rekin með tapi. Ég hélt að Garðurinn tilheyrði ekki þessum hóp, en því miður virðist svo komið að það ágæta sveitarfélag er nú rekið með tapi.


mbl.is Sameining spari milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Tel að þú farir með rétt mál þarna...

Ég hef sjálfur verið á þessarri skoðun sérstaklega þegar maður hugsaði um hvaða ávinning íbúar á ákveðnu svæði hér á landi fegju ef sameinuð væru þau sveitafélög sem þar eru.

Þarna er um að ræða sveitafélög sem öll eru skuldum vafin og í mínum huga er málið einfallt.

Í staðinn fyrir nokkur skuldsett sveitafélög fengjum við eitt ofurskuldugt í staðinn og ekkert sparast...

Með kveðju

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 18.10.2010 kl. 20:29

2 identicon

Sæll Sigurður,

mig langar til að þú rökstyðjir þessa fullyrðingu: "Reynslan hefur sýnt að sameining sveitarfélaga hefur ekki leitt til sparnaðar nema síður væri."

Mig hefur oft grunað þetta en hef ekki þekkingu til að færa rök fyrir því.

Gunnar Aron (IP-tala skráð) 19.10.2010 kl. 10:08

3 Smámynd: Sigurður Jónsson

Gunnar. Skoðaðu útkomu þriggja stórra sveitarfélaga, eftir sameiningu. Reykjanesbær, Árborg, Fjarðarbyggð. Öll með slæma fjárhagsstöðu og mun dýrari rekstur eftir sameiningu en fyrir.

Sigurður Jónsson, 20.10.2010 kl. 18:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband