Tími Jóhönnu er liðinn.

Ríkisstjórn sem nýtur eingöngu stuðnings 30% kjósenda á að fara frá. Jóhanna og Steingrímur J. fengu sitt tækifæri til að stjórna landinu. Almenningur batt miklar vonir við Samfylkinguna og Vinstri græna. Þessir flokkar fengu mikinn stuðning og gátu myndað fyrstu hreinræktuðu Vinstri stjórnina.

Þjóðin hefur sýnt þessum flokkum mikla þolinmæði en nú er mælirinn fullur. Það sjá það allir að Vinstri stjórnin ræður ekkert við að bjarga þjóðinni úr kreppunni.

Eftir þessa útreið á Jóhanna að láta það verða sitt fyrsta verk á morgun að aka til Bessastaða og biðjast lausnar fyrir sína ríkisstjórn.

Tími Jóhönnu er liðinn.


mbl.is Fylgi ríkisstjórnarinnar hrynur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hún verður að fara snemma vegna þess að hann spáir frekar illa og það má alls ekki henda að hún sitji föst í skafli og komist ekki á Bessastaði.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 1.11.2010 kl. 18:26

2 identicon

Laukrétt Sigurður !

 Jóhanna vesalingurinn er vissulega lélagasti leiðtogi íslenskrar stjórnmálasögu !

 Sjötug mannafæla sem varla kann nokkuð erlent tungumál, og það sem meira er, þekkir hvorki haus né sporð á hagkerfi þjóðarinnar.

 Bessasataðir bíða !

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 1.11.2010 kl. 18:27

3 Smámynd: Elle_

Já, tími Jóhönnu, Össurar og co. er liðinn undir lok.  Vinstri stjórn eða ekki, þau voru bara of svikul.

Elle_, 1.11.2010 kl. 22:07

4 identicon

Ójá það er ekkert vinsælt að taka til eftir íhaldið og framsókn. Hverjir ætli séu þá betri í þetta, það er dýrt að kjósa o.s.frv.

dódó (IP-tala skráð) 1.11.2010 kl. 22:36

5 Smámynd: Elle_

Dýrt að kjósa og milljónfalt dýrara að leyfa skemmdarverk núverandi stjórnar.  Gæti dódó kannski skýrt út fyrir okkur hinum hvað nákvæmlega núverandi stjórnarflokkar voru að taka til eftir hina flokkana?? 

Misstirðu ekki af því að STÆRRI núverandi stjórnarflokkurinn, jú, akkúrat flokkur umræddrar Jóhönnu Sig., var líka í síðustu stjórn??  Jú, tími Jóhönnuflokksins er l-ö-n-g-u kominn og farinn. 

Elle_, 1.11.2010 kl. 22:49

6 Smámynd: Björn Jónsson

Af hverju þarf fólk alltaf að brenna sig aftur og aftur og aftur og aftur. Hrun í hagkerfum virðast endurtaka sig, eins er með vinstri stjórnir hér á landi, geta ekki stjórnað. Kannski við gerum bara eins og Reykvíkingar, kjósum yfir okkur trúða og pöbbaröltara ??

Björn Jónsson, 1.11.2010 kl. 22:52

7 identicon

Hennar tími kemur ALDREI og öll hennar starfsæfi var til EINSKIS ef hún yfirgefur ekki þessa sökkvandi skútu, og kemur upp um leyndarmálin og baktjaldamakkið sem ógna ÍSLENSKU LÝÐRÆÐI! Ég mana þig Jóhanna, stattu við orð þín og láttu tíma þinn koma! Hingað til hefurðu bara orðið hér til háðugar!!!!! Þú munt verða skráð á spjöld sögunnar ef þú kúplar þig út úr þessu kjaftæði og stendur með fólki þínu á móti auðvaldinu og landráðamönnunum sem vilja selja okkur ESB. Það er lítil, lítil rödd þarna fyrir innan sem hvíslar að þér. Þorðu að hlusta á hana. Annars mun verða erfitt fyrir þig á dánardeginum, að deyja full eftirsjá, hafandi svikið sjálfa þig og aðra. Sá dagur nálgast, svo byrjaðu að undirbúa þig. Það hafa næstum allir misst alla trú á þér. Líka þeir sem áður litu hvað mest upp til þín. Sannaðu að þeir hafi rangt fyrir sér með að hætta dansinum kringum gullkálfinn, að hætta að vera strengjabrúða sem stjórnast af fagurgala, smjaðri og hóli, og hlustaðu á samvisku þína!!!

J (IP-tala skráð) 2.11.2010 kl. 07:52

8 identicon

burt með hana og burt með ESB ógeðið

irma tholl Thorsteinsdottir (IP-tala skráð) 2.11.2010 kl. 09:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 828235

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband