Vinstri grænir ESB flokkur og Nato sinnar?

Áður fyrr héldu flestir að VG stæði fyrir ákveðnar skoðanir,sem ekki væri gefinn fyrir mikinn afslátt af sínum hugsjónum. Eftir að VG komst í ríkisstjórn hafa hugsjónirnar horfið. Nú sk,ipta þær ekki máli.

Hver hefði t.d trúað því að meirihluti forystu VG samþykkti að halda áfram aðlögun að ESB og þiggja þaðan fjármuni til að reyna að sannfæra Íslendinga um inngöngu.

Hver hefði trúað því að VG lýsti yfir stöðu við Nato, sem þeir hafa hingað til litið á sem hernaðarbandalag.

Já, það er eins gott að Ameríski herinn er farinn, því annars hefði VG örugglega samþykkt ánægju með veru hans hér.

Já, það má mikið á sig leggja fyrir ráðherrastóla.


mbl.is Segir VG vera ESB-flokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi Steingrímur J Sigfússon,og meðloddarar hans og þá sérstaklega Björn Valur og Árni Þór,hafa platað svikið og logið að þúsundum kjósenda VG þar á meðal er ég,og svona lagað verður ekki þolað..ÍSLANDI ALLT  ALDREI Í ESB mafíuna.

Númi (IP-tala skráð) 21.11.2010 kl. 18:08

2 identicon

Það gerist í öllum flokkum að hugsjónin víkur þegar menn komast til valda. Það höfum við einnig séð gerast t.d. hjá sjálfstæðismönnum þegar þeir hafa keyrt áfram gæluverkefni á kostnaði hins opinbera til að koma sínu fólki í valdastóla. Enda ritaði Þorsteinn Pálsson í Fréttablaðið að sjálfstæðisflokkurinn hefði sett sig við hlið VG.

Guðmundur (IP-tala skráð) 21.11.2010 kl. 18:14

3 identicon

Ég vona bara að allir íslendingar sem eru á móti ESB inngöngu, noti nú tækifærið og kjósi alla þá sem eru á móti ESB inn á Stjórnlagaþing. Það þarf að standa vörð um fullveldið!

anna (IP-tala skráð) 21.11.2010 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 828248

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband