Æ, mikil skömm er að vinnubrögðum Sparisjóðsins.

Sparisjóður Vetsmannaeyja var á sínum merkileg stofnun og Eyjamenn vildu stuðla að framgangi hans. Sparisjóðurinn reyndist íbúunum vel og kom oft til hjálpar þegar á þurfti að halda.

Það hefur ekki farið framhjá neinum að tugþúsundir heimila eiga nú í miklum fjárhagsvandræðum og rætt er um úrræði til hjálpar og bjargar heimilum. Í því sambandi er m.a. greiðsluaðlögun.

Það er með ólíkindum að Sparisjóður Vestmannaeyja skuli velja sér mál 75% öryrkja og ábyrgðarmanna hennar til að láta reyna á fyrir dómstólum. Upphæðin er 1 milljón.

Forystumenn lánastofnana segjast vilja koma með jákvæðu hugarfari til hjálpar. Eitthvað virðist það málum blandað við hverja bankarnir eiga.

Hvað vinnst með því að herja á ábyrgðarmenn konunnar og koma þeim í vandræði eftir að öryrkjakonan hafði fengið niðurfellingu. Það var alls ekki tilgangur laganna.

Nú hlýtur að vakna upp sú spurning, hvort Sparisjóður Vestmannaeyja í þessu tilfelli hefur afskrifað skuldir hjá öðrum einstaklingum eða fyrirtækjum. Hefur sama verið látið ganga yfir alla?

Reiði almennings stafar ekki síst f því að horfa uppá milljarða afskrifafaða hjá einstaklingum og fyrirtækjum, en svo skal ráðist að öryrkjum og ábyrgarmönnum hans með hörku til að ná í 1 milljón.

Enn og aftur,alveg furðulegt af Sparisjóðnum að velja þetta mál til að láta brjóta á.

Vonandi grípur Alþingi inní málið eins og tilgangur laganna var að hjálpa fólki en ekki auka vandann.


mbl.is Lög um ábyrgðarmenn andstæð stjórnarskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það virðist vera sem þessi Sparisjóður reynir að hylja yfir brot sín með því að auglýsa: "SPARISJÓÐURINN þjónar þér og þínum í 10 ár á Suðurlandi!" Voru það 10 árin fyrir hrun, og sem gilda ekki lengur? Sami sparisjóðsstjóri segir nefnilega við annan viðskiptavin sem grætur í kvölum sínum yfir efnahagshruni: Þetta er engin félagsmálastofnun! Meðan sá viðskiptavinur átti næga penninga og góða vinnu sá Sparisjóðurinn það sér í hag að þjóna þessum viðskiptavini, en þegar kreppan skall á hvarf þjónustan með þessum orðum sparisjóðsstjórans. Þau ná frægð sinni nú meðal fyrrverandi viðskiptavina Sparisjóðsins.

Sveitó (IP-tala skráð) 29.11.2010 kl. 16:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 828235

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband