Jóhanna hlýtur að bruna á Bessastaði á morgun.

ótrúlega léleg kosningaþátttaka á laugardaginn er svo mikið kjaftshögg fyrir Jóhönnu Sigurðardóttur,forsætisráðherra, að hún hlýtur að láta það verða sitt fyrsta verk í fyrramálið að bruna á Bessastaði og biðjast lausnar.

Stjórnlagaþingið var af hálfu Jóhönnu og Samfylkinarinnar kynnt sem eitt helsta áhugamál þjóðarinnar og með því yrði stór skref stigið til að byggja upp hið nýja Ísland.

Almenningur á Íslandi hefur svarað Jóhönnu. Almenningur telur að á meðan mörg stórmál eru óafgreidd af hálfu ríkisstjórnarinnar til bjargar tugþúsundum heimila sé ekki rétti tíminn til að standa í verulegum kostnaði við stjórnlagaþing.

Þessi sögulega lélega þátttaka í kosningunum á laugardaginn eru skýr skilaboð til Jóhönnu að þjóðin vill ekki sjá hana lengur sem forsætisráðherra landsins.


mbl.is Kosningaþátttakan áfall fyrir Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Ágústsson

Veistu hvað Jóhanna hefur því mipur ekki vit á því hvað þjóðinn þarf og Steingr´´inur ekki heldur

Magnús Ágústsson, 28.11.2010 kl. 17:16

2 identicon

Hjartanlega sammála ... því lengur sem þau þrjóskast við að halda þessari sorglegu stjórn, því dýpra í skítinn sekkur landið.

Joseph (IP-tala skráð) 28.11.2010 kl. 17:28

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Síðan hvenær hefur Heilög Jóhanna viðurkenn ósigur??????????????

Jóhann Elíasson, 28.11.2010 kl. 17:29

4 identicon

Gulrótin virkaði ekki fyrir meirihluta kjósenda! Dugði sem sagt ekki þeinm sem eru að missa allt vegna arðráns. Þetta staðfestir einfaldlega að: JÓGRÍMA  ER FALLIN! Vonandi þarf ekki Cantona aðgerð til að reka síðasa naglann í kistuna. Hér er einnig auglýst eftir forsvarsmönnum stéttarfélaganna. Hefur einhver séð þá?  Sáust síðast fyrir hrun, íklæddir skinhelgi, nábrók og með huliðshjálm í hönd. Skyldu þeir taka ofan 1. des?

Hrúturinn (IP-tala skráð) 28.11.2010 kl. 17:39

5 identicon

Hún fer ekki upp á bessastaði. Tekur bara eitt venjulegt fýlukast, lætur sig svo hverfa í tvær/þrjár vikur. Það er takturinn hjá henni. Síðan gæti henni dúkkað upp á ólíklegustu stöðum s. s. á NATO þingi að samþykkja fjölgun á einhverjum eldflaugum eða þar sem maður ætti hennar síst von.

Þessi ríkisstjórn situr ekki til að leysa úr bráðum verkefnum, þessi ríkisstjórn situr til að vera við völd, þó það leiði til hroðalegrar útkomu fyrir land og þjóð. Því miður mun þjóðin sitja uppi með þessa ríkisstjórn þangað til í maí 2013, en þá mun fylgið vera orðið það lítið hjá flokkunum, að það verður að skipta um nafn á þeim. Síðast þegar flokkarnir voru í stjórn leiddi það til þess að Alþýðuflokkur þurfti að nefna sig Samfylking og Alþýðubandalag fór að uppnefna sig Vinstri Græna. Hugsanlega væri hægt að vera með nafnalotto á laugardögum næstu árin og láta draga út hvað menn skjóta á að þessir flokkar verði látnir heita eftir næstu kosningar?

joi (IP-tala skráð) 28.11.2010 kl. 17:51

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ekki myndi ég veðja á að greinarhöfundur og innleggjendur athugasemda hér að ofan kæmu til álita sem hugsuðir ársins!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.11.2010 kl. 18:03

7 identicon

ERtu að hugsa um að bjóða þig fram Axel?

osef asmundsson (IP-tala skráð) 28.11.2010 kl. 18:32

8 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Viltu meina, Axel, að þú sért bjartasta peran í seríunni um þessar mundir ??

Ef þú heldur það þá skjátlast þér hrapallega og öllum þeim líka sem gera athugasemdir á blogginu þínu !!

Sigurður Sigurðsson, 28.11.2010 kl. 19:21

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það þarf ekki bjartar perur til að skína skærar en þessar tírur sem hér lafa.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.11.2010 kl. 21:00

10 identicon

Var ekki tillagan um þetta stjórnlagaþing komin frá Sjálfstæðismönnum. 

Man ekki betur en þú leiðréttir það þá.  Samþykkt af Alþingi. 

Er þá ekki ósigurinn þeirra sem annarra?

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 28.11.2010 kl. 21:00

11 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Já Sigurður Jónsson, þetta var svo afgerandi að það er ekki hægt að ganga framhjá því. 

60% þjóðarinnar sagði nei, hingað og ekki lengra.  60% þjóðarinnar sagði líka nei við Iceave en það virkar ekki svo við skulum ekki hafa miklar væntingar. 

En endilega farið þið vel með hann Axel Jóhann, hann getur ekkert að þessu gert. 

Hrólfur Þ Hraundal, 28.11.2010 kl. 21:49

12 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Eru menn að missa glóruna. Stjórnarskrá og breytingar á henni hafa ekkert með perónu Jóhönnu að gera. Er menn ekki með réttu ráði. Nú er ljóst að frumvarp um stjórnlagaþing var samþykkt af meirihluta þingmanna og enginn var á móti. Minnir að 11 þingmenn Sjálfstæðisflokks hafi setið hjá vegna þess að LÍÚ eigandi flokksins vill ekki að auðlindaákvæði verði sett í stjórnarskrá.

En eru menn virkilega að segja að þeir séu svo vitlausir að þeir hafi ekki tekið þátt í kosningu um val á fólki sem á að vinna að grunavallar sáttmála þjóðarinnar af því að þeim var illa við Jóhönnu. Bendi á að Jóhanna verður sennilega farin frá þegar ný sjórnarskrá tekur gildi. Og menn geta ekki verið svona vitlausir! Bendi á að fólk vill breyta mörgu í stjórnarskrá. M.a. skýra þrískipingu valdsins, auðlindir í þjóðareygu m.a. fiskinn. Menn vilja skýr ákvæði um þjoðaatkvæðagreiðslur og svona væri áfram hægt að halda. Og leiðin að nýju Íslandi hlýtur að byrja á því að grunvellinum sé breytt og það er stjórnarskráin.

Og Hrólfur 60% þjóðarinnar sagði ekki neitt. Það að mæta ekki á kjörstað án yfirlýsingar segir ekki neitt og bara leti og ómennska.

Magnús Helgi Björgvinsson, 28.11.2010 kl. 23:31

13 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Pólitík er skrýtin tík, sagði einhver einhversstaðar.  Mér finnst t.d. undarlegt að túlka þetta eins og greinahöfundur gerir.  Ég er sannfærður um að þessi lélega þátttaka hefur ekkert með það að gera að fólk sé að mótmæla einhverju með því að kjósa ekki.  Ástæðan fyrir þessarri lélegu kjörsókn er sú að þetta var dálítið flókið, og til að eiga eitthvert erindi í kjörklefann þurfti fólk að leggja töluvert á sig við að kynna sér frambjóðendurna.  Þessu nennti fólk einfaldlega ekki.  Auk þess má nefna að fjöldi manna hefur aldrei lesið stjórnarskrána og veit einfaldlega ekki til hvers það plagg er.  Hér er semsé einfaldlega um leti og áhugaleysi að ræða, en ekki krafa um að Jóhanna og ríkisstjórnin segi af sér.

Theódór Gunnarsson, 29.11.2010 kl. 08:26

14 identicon

Sammála Magnúsi Helga.  Ótrúlega vitlaus grein og þær athugasemdir sem taka undir.

Brynjar (IP-tala skráð) 29.11.2010 kl. 09:58

15 identicon

Halda menn virkilega að fólk á Íslandi sé svo heimskt að það geti ekki tekið þátt í svona kosningum ????

Auðvitað er fólk á móti því að spreða peningum í svona vitleysu - á sama tíma og verið er að loka sjúkrahúsum og slíkum stonunum

Magnús (IP-tala skráð) 29.11.2010 kl. 10:30

16 identicon

Theódór og fleiri halda því fram að dræm kjörsókn sé tilkomin vegna þess að íslendingar hafi ekki ráðið við og/ eða nennt að kjósa.  Dálítið yfirlætisfullt eða hvað? Getur ekki verið að fólk hafi séð í gegnum þetta stærsta og dýrasta lýðskrum lýðveldissögunnar?  Alþingi íslands fer með löggjafarvaldið og á að gera þeir breytingar sem það telur nauðsynlegt að gera á stjórnarskránni. Það þarf ekkert sérstakt batterí til þess. Batterí sem KANNSKI nær samstöðu um einhverja niðurstöðu sem Alþingi þarf svo að fara aftur yfir, gera hugsanlegar breytingar og annaðhvort að samþykkja eða hafna. Er heil brú í þessu?

Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 29.11.2010 kl. 17:14

17 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Ég get nú ekki annað en brosað út í annað yfir síðustu athugsemd.  Ef mín athugasemd er yfirlætisleg, hvað má þá segja um þessa?  Stefán sá auðvitað í gegn um þetta allt saman, öfugt við okkur sem létum blekkjast á kjörstað.

Ég var satt að segja að meta þetta dálítið út frá eigin upplifun af þessu.  Mér fannst þetta frekar óárennilegt og komst engan vegin yfir að mynda mér skoðun um alla þessa frambjóðendur, auk þess sem ég hef ekki enn komið því í verk að lesa stjórnarskrána.  Ég lét mig þó hafa það að mæta á kjörstað og merkja við nokkra frambjóðendur sem ég var sæmilega viss um að væru líklegir til að gera eitthvert gagn.  Ég er sannfærður um að það er rangt að lesa út úr þessarri dræmu þátttöku einhverja djúpa pólitíska speki, heldur ættu menn að reyna að læra af þessum mistökum þegar næst á að framkvæma eitthvað hliðstætt.

Theódór Gunnarsson, 29.11.2010 kl. 19:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband