Sýnishorn af hlut landsbyggðarinnar verði landið eitt kjördæmi.

Margir telja mikið réttlæti fólgið í því að gera landið að einu kjördæmi. Jú,jú með því móti er atkvæði allra jafnt,hvar sem þeir búa á landinu. Ansi er ég hræddur um að landsbyggðin hafi fengið sýnishorn af því sem koma skal verði landið gert að einu kjördæmi. Hlutur landsbyggðarfólks er ansi rýr.

Þetta fór einnig eins og margur bjóst við að einungis þeir þekktu næðu kjöri í svona kosningum,þar sem fjöldi frambjóðenda var svo mikill. Varla er hægt að tala um að úrslitin sýni þverskurð af íbúum þjóðarinnar.

Ekki veit ég nú um pólitískar skoðanir allra sem náðu kjöri,en einhvern veginn finnst mér svolítil Samfylkingarslagsíða á niðurstöðunni. Að það skuli gerast má að sjálfsögðu kenna andvaraleysi stuðningsmönnum annarra flokka. Ég veit t.d. að Sjálfstæðismenn höfðu lítinn áhuga á þessum kosningum og töldu þær lítinn tilgang hafa. Rétt að taka fram að ég fór og kaus.

Vonandi tekst þeim sem völdust að vinna gott verk á næstu mánuðum.


mbl.is 25 kjörin á stjórnlagaþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mér reiknast til að um 75% séu ofsatrúarevrópusinnar.  Það þýðir að niðurstaðann verður heimild til framsal fullveldisins og þá hefur stjórnarskráin enga þýðingu lengur í raun.  Kannski má þakka hægri mönnum það, sem boycottuðu þessar kosningar. Vel af sér vikið!

Jón Steinar Ragnarsson, 30.11.2010 kl. 17:07

2 identicon

Guð blessi stjórnlagaþing og gefi þeim hugrekki, kjark og visku þá sem þarf til að standast freistingar og lenda ekki í gildrum. Stjórnlagaþingsmaður sem hlustar á sína innstu rödd, sem liggur dýpra en bæði tilfinningar og hugsanir, og hlýðir henni mun ekki breyta rangt. Ef þeir hlýða boðum andans tekst þeim að rísa undir þessari miklu ábyrgð og valda henni eins og menn, en það hefur lengi vantað menn, í orðsins sönnu og réttu merkingu, í íslensk stjórnmál.

Hrafn (IP-tala skráð) 1.12.2010 kl. 01:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband