Er dómur Hæstaréttar Davíð Oddssyni að kenna?

Eins og við mátti búast er innrætingin sett á fullt af Vinstri mönnum. Dómur Hæstaréttar um að ógilda kosninguna til Stjórnlagaþings er pantaður af Davín og Sjálfstæðisflokknum. DV slær þessu upp á forsíðu sinni í dag, þar sem því skal n´ðu sáð meðal almennings að þetta sé nú enn eitt hneykslið sem kenna megi Sjálfstæðisflonnum og þá ekki síst Davíð.

Hvert erum við eiginlega komin í umræðunni ef við ætlum ekki að treysta Hæstarétti. Halda menn virkilega að Hæstaréttardómarar taki við tilskupunum utanúr bæ hvernig dóma þeir eigi að fella.

Er þetta nú ekki orðið nokkuð langt  gengið.

DV tekur dæmi að einn dómarinn sé bróðir Guðbjargar Matthíasdóttur útgerðarkonu í Vestmannaeyjum,en hún sé stór hluthafi í Morgunbblaðinu. Þar eru sem sagt tengslin að áhrif Davíðs koma í gegn og hafa þessi áhrif á Hæstaréttardómarinn. Er hægt að hugsa sér meiri lágkúru en þessa umfjöllun DV?

Væri nú ekki nær fyrir DV og Vinstri menn að skoða allt klúðrið hjá Jóhönnu og Vinstri stjórninni í undirbúningi og framkvæmd kosninganna, sem kosta skattgreiðendur hudruði milljóna. Ekki dettur Jóhönnu að b iðja þjóðina afsökunar,hvað þá að segja af sér.

En auðvitað munu þau áfram reyna að kenna Davíð um allt sem miður fer í þjóðfélaginu.


mbl.is Biðst ekki afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

,,Ber er hver að baki nema sér bróður eigi"

Þorsteinn H. Gunnarsson, 28.1.2011 kl. 19:12

2 identicon

já Sigurður sannleikurinn getur verið sár,auðvitað kemur BLÁA HÖNDIN að verstu gjörningum þjóðarinnar undanfarin 30,ár. Davíð og sveinagengi hans eru búnir að planta sér inní ótrúlegustu staði í samfélaginu. BLÁA HÖNDIN hefur enn tögl og haldir.

Númi (IP-tala skráð) 29.1.2011 kl. 00:32

3 identicon

Heitir hann nú Davín??  Og hvað er málið með að skrifa vinstri menn og vinstri stjórn með stóru vaffi?

En að öllu gríni slepptu, þá held ég að það sé alveg sama hvort dómararnir séu skipaðir af hægri eða vinstri vængnum,  hinn vængurinn mun pottþétt gagnrýna dómarana og segja þá holla undir stjórnarflokkinn sem réð þá.  Ég hugsa að þetta væri lítið öðruvísi ef dómararnir hefðu verið settir af vinstri mönnum og hvað þá ef þeir væru þekktir vinstri menn sjálfir, þá myndu hægri menn líklega ekki þegja algjörlega og sérstaklega ef það væri verið að dæma í máli sem myndi skipta þá miklu , t.d. eitthvað kvótatengt.  Umræðan er bara á svona lágu plani og kannski ekki alltaf skrítið!

Skúli (IP-tala skráð) 29.1.2011 kl. 03:09

4 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Númi -

Allt það fólk sem telur Hæstarétt hafa dæmt samkvæmt pólitískri forskrift eða fyrirmælum frá Valhöll verða - okkar allra vegna - að leggja fram gögn máli sínu til stuðnings og kæra dómarana.

Geri þau það ekki  er allt þeirra tal og öll þeirra skrif ekkert annað en innantómur þvættingur fólks sem ekkert mark er á takandi - hvorki í þessu máli né öðrum.

Í þessum hópi eru m.a. Bubbi - Illugi Jökulsson - Númi o.fl

Ólafur Ingi Hrólfsson, 29.1.2011 kl. 09:26

5 identicon

Hver er eiginlega þessi Davíð Oddsson?

Ragnar Már (IP-tala skráð) 29.1.2011 kl. 11:26

6 identicon

Jónas bendir á, í bloggi sínu, að samskonar staða hafi komið upp með stjórnlagaþingskosningar í Þýskalandi 2007. En hæstiréttur þar gerði miklar athugasemdir við framkvæmd kosninganna en taldi  ekki að þeir hnökrar hafi haft áhrif á úrslitin. svo niðurstaða kosninganna var látin standa. Taldi að það þjónaði þjóðarhag.

Hæstaréttardómarar okkar eru aftur á móti svo til allir skipaðir af íhaldinu, og að sjálfsögðu mjög húsbóndahollir,og úrskurðurinn í samræmi við það.

Er ekki kominn tími til að lofta út á þeim bænum?

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 29.1.2011 kl. 12:12

7 identicon

Það að kunna að taka ábyrgð er frumskylda þess að teljast fullorðinn einstaklingur, í öllum menningarheimum hér á jörð, og hefur alltaf verið. Sá sem gerist það ekki, telst ekki fullorðinn, eitthvað hefur farið úrskeiðis, og viðkomandi aldrei tekið út eðlilegan þroska. Margir ná áttræðisaldri án þess að fullorðnast. Barnanna er sakleysið, ábyrgðin hinna fullorðnu. Hin "sí-saklausa" Jóhanna er einfaldlega ekki fullorðinn manneskja, heldur eitthvað minna en það.

Að kunna að biðjast afsökunar er aðalatriðið sem skilur að siðmenntaðan einstaklinginn og ósiðmenntaðan. Þannig er það út um allan heim, meðal allra þjóða og menningarheima, á öllum tímum. Siðmenntaður heldri herramaður segir "afsakið" ef hann rekst utan í þig á götu. Götudrengurinn riðst framúr þér. Kurteis starfskraftur segir "Afsakið" ef hann gerir mistök. Manneskja sem er ekki starfi sínu vaxin gerir það ekki. Góður eiginmaður segir "fyrirgefðu mér", ef hann særir óvart tilfinningar konu sinnar, ruddi sem ætti frekar að vera einn gerir það ekki.

Það er frumskilyrði til farsælla stjórnmála að stjórnmálamenn okkar séu siðmenntað fólk, en ekki barbarar og hellisbúar, götustrákar og portkonur sem kunna enga mannasiði. En þetta lið kann þá ekki, tekur því ekki ábyrgð, enda ekki fullorðið, og telst því ekki siðmenntað. Með örfáum undantekningum eins og hinni virðulegu frú Lilju Mósesdóttir, þeirri kurteisu, hámenntuðu, fullorðnu, reisulegu, virðulegu og siðmenntuðu frú, sem baðst afsökunar með reisn, og sem götustúlkan Jóhanna, hin ruddalega og ófágaða, sem kann enga mannasiði og hefur enga ábyrgðartilfinningu bliknar í samanburði við. 

næturvaktin (IP-tala skráð) 30.1.2011 kl. 03:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband