Ekkert að marka fagurgala Samfylkingar um íbúalýðræði.

WSamfylkingin varð uppvís að svíkja gjörsamlega eitt höfuðbaráttumál sitt. Samfylkingin hefur flokka mest talað um íbúalýðræði og þjóðaratkvæðagreiðslu.

Nú kemur berlega í ljós að ekkert er að marka hástemmd lýsingarorð Samfylkingarinnar um lýðræðið og það sé fólkið sem eigi að ráða.

Samfylkingin hafði tækifærið í dag að sýna í verki stefnu sínu. Það brást.

Ég er stoltur af Sjálfstæðisflokknum að hafa samþykkt að vísa málinu í þjóðaratkvæðagreisðlu.

Reyndar má heita öruugt að Ólafur Ragnar muni vísa Icesave í þjóðaratkvæði.

Nú hljóta landsmenn að snúa baki við Samfylkingunni. Flokkurinn á ekki skilið nokkuð traust frá þjóðinni.


mbl.is Tillaga um þjóðaratkvæði felld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Samfylkingin er afar skrýtinn flokkur, hann virðist berjast fyrir öllu sem kemur okkur sem þjóð illa og má þar nefna ESB, fyrningarleiðina í sjávarútvegi og síðast en ekki síst Icesave sem gengur út á að ríkisvæða taprekstur einkafyrirtækis.

Við skulum heldur ekki gleyma því að nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokkins töldu eðlilegt að samþykkja þennan samning, gleymum ekki hverjir það voru:

http://www.pressan.is/Vidskipti/Lesavidskiptafrettir/icesave-samthykkt-a-althingi-hvad-gerir-forsetinn-nu---svona-greiddu-thingmenn-atkvaedi

Okkar síðasta von er forsetinn, við getum ekki látið nokkra ábyrgðarlausa þingmenn koma því til leiðar að lífskjör okkar hér verði langtum verri næstu árin og áratugina en þau geta verið án Icesave. Það er afar sorglegt þegar þingmenn vinna ekki að hagsmunum þjóðar sinnar og standa ekki vörð um lögvarðan rétt hennar.

Helgi (IP-tala skráð) 16.2.2011 kl. 18:11

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Þessari baráttu gegn Icesave er lokið. Forsetinn mun ekki fara gegn vilja formanna þriggja stærstu flokka landsins. Nú munu þessir "fjórflokkar" þurrkast út í næstu kostningum, enda eiga þeir ekkert betra skilið.

Sigurður I B Guðmundsson, 16.2.2011 kl. 20:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 828248

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband