Vinstri grænir ( og Villikattartríóið) dusta rykið af gamla leikritinu sínu " Ísland úr NATO".

Stórkostlegt er að sjá tilburði Vinstri grænna til að sýna stuðningsmönnum sínum að enn sé flokkurinn trúverðugur og standi vörð um sín gömlu gildi. Nú hefur fyrrverandi þingflokksformaður VG,lagt vinnu í að dusta rykið af eldgamla leikriti VG um " Ísland úr Nató". Auðvitað er þetta stykki tekið til sýningar,þar sem "Ísland í ESB" fer illa í marga stuðningsmenn. Leikrit Vinstri grænna " AGS eru okkar bestu vinir." fór líka fyrir brjóstið á mörgum stuðningsmönnum VG og var því tekið útaf sýningarskránni.

Ekki var heldur hægt að setja upp sýninguna " Herinn burt" þar sem allir vita að hann fór bara sjálfviljugur án þess að VG kæmi þar nokkuð við sögu.

Það er sem sagt bara ein sýning,sem VG ætlar að hafa sem sumarsýningu " Ísland úr Nato".

Nú verður spennandi að fylgjast með Jóhönnu og Össuri, hvernig þau ætla að taka á þessu nýjasta útspili Vinstri grænna og meira að segja Villikattartríóið ætlar að taka þátt í uppfærslunni á þessu sígilda verki Vinstri grænna.


mbl.is Tillaga um úrsögn úr Nató
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Friðriksson

Flott grein hjá Sigurður

The show must go on

Friðrik Friðriksson, 30.5.2011 kl. 20:35

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

VG er komið undir forystu SJS svo langt frá sínum hugsjónum og stefnu að þeir neyðast til að senda frá svona tillögu sem þeir vita að er eingin meirihluti fyrir hvorki hjá þingi eða þjóð en gera þetta til heimabrúks.

Óðinn Þórisson, 30.5.2011 kl. 20:49

3 identicon

Hvað með fjandans Evrópusambandið,ætla þeir í VG ekki að fara fram á að aðlögunarferlið verði kallað til baka,ég hef meiri áhyggjur af því.

Númi (IP-tala skráð) 31.5.2011 kl. 00:03

4 identicon

Er það ekki keppikefli allra Evrópuandstæðinga að segja sig úr öllum þjóðarbandalögum...??...hefði nú haldið að þið mynduð fagna þessari tillögu, sérstaklega í ljósi þess að flestir ykkar eruð "þjóðernissinnar" og viljið væntanlega frjálsa og óháða utanríkisstefnu.

Ég ætla rétt að vona að þessi tillaga verði samþykkt og að við losum okkur við öll tengsli við Bandaríkin í eitt skipti fyrir öll.

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 31.5.2011 kl. 11:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband