Fiskveiðar er undirstaðan að velferð þjóðarinnar.Sjómenn til hamingju með daginn.

Í dag er hátíðisdagur sjómanna. Í gegnum tíðina hafa fiskveiðar hadlið uppi tekjum þjóðarinnar og skapað það þjóðfélag sem við búum við. Starf sjómannsins hefur í gegnum tíðina verið erfitt og kostað miklar fórnir. Sem betur fer hefur tækninni fleytt fram og öryggi sjómanna orðið meira en áður var.

Það er með ólíkindum að stjórnvöld skuli nú hafa uppi áform á erfiðum tímum að ætla að kollvarpa sjávrútveginum. Það liggur fyrir að bæði samtök útgerðar og sjómanna eru alfarið á móti þeim grundvallarbreytingum sem boðaðar eru. Breyting sem mun skerða afkomu margra sjávarútvegsbyggða. Auðvitað er kvótakerfið langt frá því að vera fullkomið, og aðilar tilbúnir að fara sáttaleið að breytingum. Því miður ætla stjórnvöld að böðlast áfram án þess að hafa látið fara fram athugun á afleiðingum samþykktar frumvarpsins.

Einnig er með ólíkindum að stjórnvöld skuli ráðast að skattafríðindum sjómanna. Hvers vegna mega sjómenn ekki njóta þeirra fríðinda sem aðrir njóta. Embættismenn og ýmsir aðrir fá skattfríðindi þurfi þeir að dveljast starfs síns vegna fjarri heimili sínu nú eða sækja ráðstefnur, þá koma til dagpeningar, em ekki þarf að greiða skatt af.

Starf sjómannsins er ómetanlegt fyrir þjóðarbúið. Sjómenn sækja verðmætin á haf út. Fiskveiðar og fiskvinnsla verða undirstaða velferðar á Íslandi um ókomin ár.

Til hamingju með daginn sjómenn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 828248

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband