Skömm Steingríms J. og Ögmundar mun lifa í Íslandssögunni.

Ótrúlegt að nú skulu vera að hefjast pólitísk réttarhöld á Íslandi. Þeir félagar Steingrímur J. og Ögmundur beita sér fyrir þessum réttarhöldum til að ná sér niðri á pólitískum andstæðingi sínum.

Það er örugglega mikill meirihluti þjóðarinnar sem hefur mikla skömm á þessum pólitísku réttarhöldum. Að ætla sér að gera Geir H.Haarde, fv. forsætisráðherra einan ábyrgan fyrir hruninu er fáránelgt. Skömm Steingríms J. og Ögmundar mun lifa í Íslandssögunni og verða þeim til ævarandi minnkunar.

Framkoma nokkurra Samfylkingarþingmanna er einnig með ólíkindum. Að þeir skyldu taska þátt í þessari pólitísku aðför gegn Geir H.Haarde er svo léleg að það er hreint ótrúlegt.

Allir sem eitthvaðn hafa fylgst með stjórnmálum vita að Geir H.Haarde er mjög vandaður maður og samviskusamur.

Að ætla sé að viðhafa pólitísk réttarhöld í beinni útsendingu er til skammar. Svo tala Steingrímur J. og Ögmudnur um nýja stjórnarskrá því við þurfum réttlátara þjóðfélag. Þvílík hræsni hjá þessum  mönnum.

Það þurfa sem flestir að láta í sér heyra og fordæma þessi fyrstu pólitísku réttarhöld á Íslandi.


mbl.is Fyrstu pólitísku réttarhöldin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Sigurður þú ert þjóðargersemi hér á blogginu, en þú verður að fara eftir því sem foringinn (Geir Haarde) sagði einhverntíman  að það mætti ekki persónugera þessi mál. Þú verður að hlýða honum!!!

Það verður dæmt eftir lögum. Það eru lögin sem stjórna okkar þjóðfélagi. Og það verða allir að sætta sig við niðurstöðu Landsdóms þá og þegar hún liggur fyrir.

Víst er Geir H. Haarde vandaður maður, en Sjálfstæðisflokkurinn lét kaupsýslumenn taka sig aftan frá.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 6.6.2011 kl. 17:47

2 Smámynd: Skúli Víkingsson

Það versta við þetta er að skömmin mun ekki bara fylgja þeim sem samþykktu þessi eindæmi á Alþingi, heldur þjóðinni allri. Það er skömm að því að hafa yfir sér stjórnvöld sem efna til pólitískra réttarhalda. Landsdómur var upphaflega hugsaður til þess að hægt væri að skipta um ráðherra, en varð úreltur 1908 þegar þingræðið staðfestist.

Skúli Víkingsson, 6.6.2011 kl. 18:21

3 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Sammála þér Siggi..SKÖMM að þessu.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 6.6.2011 kl. 18:30

4 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Sumir virðast gleyma að hrunið var alþjóðlegt og að gjörðir Sjallanna eru sífelt að koma í ljós sem það eina rétta í stöðunni.

Þarf þar ekki annað að nefna en samstarfið við IMF, sem að Jóhanna og Seingrímur komu þó puttunum í og krossfestu fyrir vikið þjóðina sem þau hefðu annars lofað að vernda.

Það verður því að teljast fasti í framtíðinni að ráðherrar við stjórnarskipti verði dregnir á höggstokkinn, gálgann eða bálið og mun þá einnig farið að hitna verulega undir þeim sem nú þykjast hafa völdin en geta þó engu komið í gegnum þingið nema þvælu.

Óskar Guðmundsson, 6.6.2011 kl. 18:38

5 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Það er alrangt sem þú segir Óskar Guðmundsson ,,að ráðherrar við stjórnarskipti verði dregnir á höggstokkinn, gálgann eða bálið".

Það er ekki þannig stjórnarfar hjá okkur.

En þeir geta staðið frammi fyrir því að þurfa að mæta fyrir Landsdómi og gera þar grein fyrir máli sínu.

Það verður engin minni maður af því. Menn halda bara uppi vörnum. Og svo er dæmt.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 6.6.2011 kl. 18:55

6 identicon

Landsdómur rann út á tíma og framlenging er brot á löggjöfinni. Málið kemst ekki lengra ef að dómurinn er ólöglega skipaður.

Svik við þjóðina og hótanir IceSave, svikin um Skaldborgina og breyting IMF mun kosta Seingrím hrikalega þegar hann verður dreginn fyrir dóminn.

Eitt gleumist svo í Geirs málinu. Það er ekki búið að taka á Jóhönnu svo í raun er enn hægt að kæra hana.

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 6.6.2011 kl. 20:38

7 identicon

Fer hann svo ekki bara í mál við pakkið á Alþingi fyrir að kæra sig af annarlegum kvötum ef hann verður sýknaður eða málinu vísað frá :) ?? Gott ef það eru ekki þyngri viðurlög við því heldur en það sem bíður Geirs ef hann yrði sakfelldur?

Stjáni (IP-tala skráð) 6.6.2011 kl. 21:41

8 identicon

Ef þetta er pólitísk aðför þá verður hann sýknaður. Eða er búið að semja pólitísk lög til að dæma eftir? GeirHarður Gunga veitist að Steingrími Joð og Ögmundi en gleymir að nefna gungurnar í Samfylkingunni sem gugnuðu á  því að ákæra Ingibjörgu Sólrúnu, Dýrlæknin og Björgvin. Samfylkingin gugnaði ekki á því að ákæra GeirHarð Gungu. Með því gerði Samfylkingin þetta að leikriti fáranleikans.

Þórður Runólfsson (IP-tala skráð) 7.6.2011 kl. 01:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband