Á að heiðra minningu Jóns Sigurðssonar með inngöngu í ESB?

Það er eðlilegt og sjálfsagt að Alþingi heiðri minningu Jóns Sigurðssonar,forseta, á 200 ára í tilefni að 200 ár eru liðin frá fæðingu hans.

Aftur á móti hljóta margir að velta fyrir sér hvort að er í anda sjálfstæðisbaráttu Jóns Sigurðssonar að nú skulu margir af forystumönnum í íslenskum stjórnmálum vilja afsala sér ýmsum réttindum sjálfstæðrar þjóðar og færa til ESB í Brussel.

Það getur varla verið í anda baráttu Jóns Sigurðssonar fyrir okkur Íslendinga á sínum tíma að minnast nú tímamótanna með aðlögun að ESB.

Það virkar hreinlega hjákátlegt þegar Jóhanna og Ásta Ragnheiður ræða um Jón Sigurðsson og hans baráttu. Báðar þessar konur berjast nú hatrammlega fyrir því að við afsölum ákvörðunarrétti okkar til ESB.


mbl.is Margir viljað eigna sér Jón
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er viss um að Jón Sigurðsson væri búinn að snúa sér mörgum sinnum í gröfinni ef hann vissi hvernig við íslendingar erum búnir að klúðra málum hér. Og ef hann fengi að ráða, þá myndi hann leggja strax til að við gengjum í EB og svipta okkur íslendingum öllu sjálfræði...vegna þess að okkur íslendingum er ekki sjálfrátt.

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 15.6.2011 kl. 15:23

2 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Helgi, þetta er nú meira bullið í þér, hann barðist ekki gegn kúgun erlendrar þjóðar svo við gætum fengið annan kúgara í stað dana. En hitt er ég sammála þér með, hann snýr sér við þegar hann fær fregnir af helför Jóhönnu og Össurar sem stengur yfir gagnvart Íslendingum.

Brynjar Þór Guðmundsson, 15.6.2011 kl. 17:15

3 identicon

Alltaf er það nú jafn kjánalegt þegar menn eru að draga fram Jón gamla Sigurðsson núna þegar vel er komið fram á 21. öldina. Jón (1811-1879) bjó mestallt líf sitt á meginlandi Evrópu og væri harður ESB-sinni væri hann uppi í dag, það er næsta víst.

Páll (IP-tala skráð) 15.6.2011 kl. 17:39

4 Smámynd: Elle_

Efast stórlega um að Jón Sigurðsson hefði viljað nokkuð með EU-ið hafa.  Hann vildi fullveldi landsins, ekki fjarstýringu frá útlöndum.  

Elle_, 16.6.2011 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband