Ætlar Jóhanna að standa við yfirlýsinguna og leggja Samfylkinguna niður?

Pólitíski refurinn Össur sver það af sér að hann sé hvatamaður að stofnun nýs stjórnmálaflokks í samvinnu við Guðmund Steingrímsson. Gallinn er bara sá að það vita fáir hvort þeir eigi að trúa Össuri núna því hann hefur svo oft beitt sér fyrir svona skollaleik,eins og t.d. með stofnun Vinstri stjórnarinnar þegar Samfylkingin var í stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn.

En Guðmundur þurfti ekki að fá hugmyndina frá Össuri því Jóhanna varpaði þessu fram, að hún væri reiðubúin að leggja Samfylkinguna niður ef ESB sinnar vildu sameinast undir einu merki.

Guðmundur Steingrímsson hefur nú tekið mark á yfirlýsingu Jóhönnu og ætlar að stofna ESB flokk.

Nú reynir á Jóhönnu. Meinti hún eitthvað með þessu? Hún hefur lagt höfuðáherlsu á ESB. Öllu væri fórnandi til að ná því markmiði m.a.s. að leggja niðöur Samfylkinguna.

Nú hefur Jóhanna tækifærið að boða til fundar og leggja Samfylkinguna niður og ganga til liðs við nýja ESB flokkinn.

Er nú tími Jóhönnu loksins liðinn?


mbl.is „Saklausir af þessu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er Guðmundur, framsókn og samspillingin virkilega það eina sem er í fréttum?

Hefði ekki verið nær að fá skýr svör frá utanríkisráðherra hvenær Bjöggi yngri hætti í utanríkisþjónustunni? Eða er hann þar enn?

Og hvaða dag hann hefði skilað diplómataskilríkjum sínum?

Og hverjir ganga um í dag sem utanríkisþjónar Íslands og hvernig vegabréf og skilríki bera þeir?

Það er með ólíkindum að enginn fréttamaður eða miðlar hér sýna málinu áhuga.

Eru allir blaðamenn orðnir svona logandi hræddir við útrásargengið?

Ingibjörg Sólrún tók við embætti utanríkisráðherra mai 2007 og gegndi því til feb. 2009. Er Össur tók við.

Ekki síst þess vegna skuldar ráðherra þjóðinni 100% skýringar og engar vöfflur eða undanskot.

Eða á samspillingar leyndarhyggjan þar við líka?

Það er alls ekki gleymt hverjir ráðherrana þáðu mestar mútur og frá hverjum.

Sjá:

BJÖRGÓLFUR THOR ENN HANDHAFI DIPLÓMATAPASSA

Björgólfur Thor Björgólfsson athafnamaður er samkvæmt heimildum fréttastofu Útvarps Sögu enn handhafi þjónustuvegabréfs frá íslenska ríkinu sem samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu flokkast undir diplómatapassa. Björgólfur starfaði sem ræðismaður Íslands í Rússlandi frá árinu 1999 til ársins 2006 en hann fékk passann útgefinn af utanríkisráðuneytinu 14. janúar 2003 í ráðherratíð Halldórs Ásgrímssonar en passinn var stimplaður og staðfestur af sýslumanninum í Reykjavík.

Fréttastofa hefur undir höndum ljósrit af diplómatapassa Björgólfs sem ber númerið 06000171.Vegabréfið var svo endurnýjað árið 2007 rétt áður en gildistími þess átti að renna út en þá var Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra. Engin skýring fæst hjá utanríkisráðuneytinu hvers vegna Valgerður lét endurnýja passann á árinu 2007 þrátt fyrir að Björgólfur hafi látið af störfum sem ræðismaður árinu áður.

http://utvarpsaga.is/index.php?option=com_content&view=article&id=4328:bjoergolfur-thor-enn-handhafi-diplomatapassa&catid=32:folk&Itemid=33

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 23.8.2011 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband