Björn Valur talar um forsetaræfilinn. Hvað orð á að nota um Björn Val?

Það er ótrúlegt hvað Björn Valur þingmaður VG leyfir sér að hrauna yfir aðra. Varla er orðbragð hans,framkoma og vinnubrögð til að auka virðingu Alþingis. Menn geta haft allar skoðanir á Olafi Ragnari,forseta, en að leyfa sér að kalla forseta landins úr ræðustól Alþingis forsetaræfilinn er þvílók ósvífni að ekki nær nokkurri átt. Það vekur furðu að forseti Alþingis skuli ekki hafa vítt þingmanninn fyrir slíkt orðbragð.

Ég tilheyri ekki aðdáendaklúbbi Ólafs Ragnars, en maður ber virðingu fyrir embættinu sem hann gegnir. Það gengur ekki að þingmaður leyfi sér slíka ósvífni eins og Björn Valur.

Hvaða orð á eiginlega að nota um þingmann eins og Björn Val?


mbl.is Talaði um „forsetaræfilinn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Betra væri að spyrja: Er hægt að víta forseta alþingis fyrir að hafa ekki vítt BV fyrir þessi ummæli? ... annars er þetta bara enn einn dropinn í þann mæli sem mælir óvirðingu alþingis.

Jón Garðar (IP-tala skráð) 14.9.2011 kl. 13:36

2 identicon

Sammála. Þetta er skammarlegt. Það væri gott ef það væri ákvæði í stjórnarskránni sem leyfði almenningi að safna undirskriftum til að fá svona mönnum vikið úr embætti. Ég myndi skrifa undir.

Og kannski ber að taka fram í þessu samhengi að ég kaus ekki Ólaf Ragnar.

Dagga (IP-tala skráð) 14.9.2011 kl. 14:03

3 Smámynd: Skúli Víkingsson

Björn Valur talar þegar Steingrímur kann ekki við að ganga alveg jafnlangt og hann myndi langa til. "Ber er hver að baki nema sér bróður eigi" var sagt um annan Björn

Skúli Víkingsson, 14.9.2011 kl. 14:31

4 identicon

Voðalega eru þið orðin eitthvað "dönnuð"hérna, veit ekki betur en að "hæstvirtir þingmenn stjórnarandstöðunnar" haf haft uppi stærri orð um þau Jóhönnu og Steingrím.  Kall ræfillinn hefur boðið uppá þetta, gjammandi í tíma og ótíma þegar það væri nær fyrir hann að taka gamla og góða siði Hennar Vigdísar og pota niður nokkrum trjáhríslum hér og það, okkur til gamans.

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 14.9.2011 kl. 14:39

5 Smámynd: Sandy

Ég er sammála þér um það að þetta er ósvífni og það ætti að rjúfa þing strax.Hvað Hr. Ólaf Ragnar varðar þá kaus ég hann ekki í upphafi, vegna þess að ég vildi ekki fyrrverandi pólutíkus í það embætti, en svo mikið get ég sagt að ef Hr. Ólafur Ragnar býður sig fram aftur mundi ég kjósa hann tvisvar ef hægt væri. Ástæðan er helst sú að ég er ekki búin að sjá að neinn annar mundi framfylgja stjórnarskrá þegar mikið liggur við eins og hr. Ólafur Ragnar gerði í Icesave-málinu og á vonandi eftir að gera í fleiri málum ef með þarf, hann er skjöldur þjóðarinnar.

Sandy, 14.9.2011 kl. 14:41

6 Smámynd: Birna Jensdóttir

Ekki kaus ég Ólaf Ragnar sem forseta,en hann var kosinn og ég sætti mig við það.Núna myndi ég kjósa hann margfalt ef hægt væri.Hann hefur aldeilis staðið með sinni þjóð gegn valdníðslu ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðar.

Birna Jensdóttir, 14.9.2011 kl. 14:57

7 Smámynd: Óskar Arnórsson

Björn Valur er bara venjulegt barn ... maður á að vera góður við börn...

Óskar Arnórsson, 14.9.2011 kl. 17:17

8 identicon

Sæll.

Fyrst forseti alþingis vítti ekki BVG virðist ljóst að flestir stjórnarliðar hatast út í ÓRG.

Dagga, tek undir tillögu þína - við þurfum að losna við þennan orðhák BVG af þingi. Stefndi Guðlaugur Þór ekki BVG vegna þess að BVG sakaði GÞ um mútuþægni? Er það mál í kerfinu? Vonandi fær BVG á sig dóm vegna þess máls.

Mikið til í þessu hjá þér Óskar A.

Helgi (IP-tala skráð) 14.9.2011 kl. 17:57

9 identicon

Ég kaus ekki Ólaf Ragnar fyrir forseta. Ég vona svo sannarlega að bjóði sig fram aftur. Björn Valur, hvaða maður er þetta eiginlega? Það á að svipta hann þinghelgi nú þegar. Hann vanvirðir land og þjóð. Þetta óforsvaranlegt, líka að forseti alþingis skuli ekki hafa gert athugasemd við þessi ummæli.

´

Það er ekki á þau logið þessi roðhænsni á alþingi.

Ég kýs sko Sjálfstæðisflokkinn næst. Það hef ég aldrei gert áður á minni löngu æfi...

Jóhanna (IP-tala skráð) 14.9.2011 kl. 17:59

10 identicon

Þetta sýnir bara hvað vinstrimenn eru botnlaust pirraðir á Ólafi

Gylfi (IP-tala skráð) 14.9.2011 kl. 19:38

11 Smámynd: Brattur

Guðlaugur Þór hætti við að stefna BVG vegna ummæla um mútuþægni... hann treysti sér ekki að hrekja þau ummæli.

Brattur, 14.9.2011 kl. 22:43

12 Smámynd: Elle_

Stjórnarandstaðan hefði aldrei komist upp með slíka ósvífni í alþingi meðan Ásta R. Jóhannesdóttir væri þarna.  Samt sleppti þessi stórtækasta bjöllumanneskja forhertasta og orðljótasta alþingismanni í manna minnum.  Já, hann, ICESAVE-SINNINN, fær að óvirða forsetann fyrir framan alheim í opinberri útsendingu: Hefnd fyrir að þau fengu ekki að troða kúgunarsamningi ofan í okkur.  Út með þau.  

Elle_, 14.9.2011 kl. 23:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 828232

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband