Vinstri stjórnin búin að finna lausnina til að bjarga þjóðinni.

Það hlaut að koma að því að Vinstri stjórnin fyndi lausnina til að bjarga þjóðarskútunni. Eftir mikla yfirlegu og kaup á alls konar sérfræðiálitum er lausnin fundin. Það þarf að fjölga ráðherrum landsins. Best væri að hafa þá svona 15 talsins. Auðvitað gengur það ekki að ráðherrarnir þurfi að leggja á sig allt of mikla vinnu. Allir hafa heyrt Jóhönnu segja hvað þetta sé erfitt og hún sé svo þreytt. Fjölga verður aðstoðarmönnum uppí 33. Þetta hlýtur að bjarga þjóðinni.

Nú ekki má hafa Reykjavík í reiðuleysi. Björgunaraðgerðin gagnvart borginni felst í að fjölga borgarfulltrúum í 33.

Eftir að Vinstri stjórnin hefur dottið niður á þessa frábæru lausn getur almenningur tekið upp gleði sína. Nú er búið að gera það sem gera þarf. Nú þarf ekki lengur að tala um illa stödd heimili eða ræða um einhverja Sjaldborg. Vinstri stjórnin er búin að redda öllu með því að fjölga og fjölga embættismönnum.

Svo eru alls konar menn út í þjóðfélaginu að tala um að Vinstri stjórnin geri ekkert. Hér sé allt stopp,engar framkvæmdir og atvinnuleysi. Er þetta nú sanngjarn áróður, þegar Vinstri stjórnin er búin að finna lausn á öllum vandanum. Hvers á Vinstri stjórnin og stjórnarþingmenn að vera eyða dýrmætum tíma sínum í að ræða skuldavanda heimila og að koma atvinnulífinu í gang.

Auðvitað ræða Samfylkingin og Vinstri grænir ekki slík mál. aðalatriðið er að fjölga ráðherrum, aðstoðarmönnum og borgarfulltrúum.

Samfylkingin og Vinstri grænir hafa örugglega aukið fylgi sitt verulega með að detta niður á svona frábæra lausn.

 


mbl.is Ráðherrar gætu orðið 15 talsins og aðstoðarmenn 33
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband