Vilja Steingrímur J. og Ögmundur ekki hafa löggæslu?

Fáránlegt að hafa boðið lögreglumönnum uppá að vera samningslausir í 296 daga. Ansi er það nú orðið slappt ef ráðherrar geta ekki gengið til skynsamlegra samninga við lögreglumenn. Álag á lögregluna hefur sífellt verið að aukast og niðurskurður og aftur niðurskurður er svar ráðamanna.

Flestir gera sér grein fyrir mikilvægi þess að hafa gott lögreglulið,en Steingrímur J. fjármálaráðherra og Ögmundur innanríkisráðherra tilheyra sannarlega ekki þeim hópi. Nú hefði maður haldið að Ögmundur fyrrverandi formaður BSRB myndi manna best skilja nauðsyn þess að lögreglan feni leiðréttingu sinna mála. En það sýnir sig í þessu eins og mörgu öðru að lítið hefur verið að  marka þá félaga Ögmund og Steingrím J. Allt tal þeirra um vilja til sanngjarna leiðréttinga var innantómt blaður.

Það er hrikalegt ef lögreglumenn þurfa að yfirgefa stétttina vegna skilningsleysis Steingríms J. og Ögmundar.


mbl.is Lögreglumenn vonsviknir og reiðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Eina sem kemur frá Ögmundi þessa dagana er að Ríkissjóður er tómur...

Á sama tíma horfum við á Árna Pál vera erlendis sem og Steingrím vegna funda AGS og fleiri. Það er til peningar í þessi ferðarlög þeirra... Það er greinilega til peningur í það sem Ríkisstjórnin ætlar sér og alveg greinilegt á þessari stöðu að Lögreglan er ekki þar á borði í verkefnum frekar en þjóðin...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 23.9.2011 kl. 20:57

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það er örugglega einhver meinloka sem veldur þessu.  Eins og er, þá er Ílsand örugglega eina fasistaríkið sem er vísvitandi að fækka í lögreglunni.

Kannski ætla þeir að breyta til.  Fá einhverja algera moðhausa í starfið, einhverja sem eru til í að vinna við þetta fyrir annað en pening.

Kannski eru þeir bara svona miklir sauðir.

Ásgrímur Hartmannsson, 24.9.2011 kl. 01:06

3 identicon

Fróðlegt væri að fá vitneskju um, hverjir hafi skipað gerðardóminn, sem ákvað kjör lögreglumannanna ekki síður en hver skipaði hann. Sú var tíð, að hagsmunaaðilar, sem áttu í deilu, en voru sammála um að leysa hana með gerðardómsúrlausn létu það eftir hlutlausum aðila eða stofnun  að ákveða skipan gerðardómsmanna án þess að aðilar  réðu þar nokkru um. Treysta mátti því, að hinn óháði aðili eða stofnun skipaði eða tilnefndi  einungis þá menn til gerðardómsstarfans,, sem vit, kunnáttu og reynslu hefðu til að skera úr ágreiningi aðila á hlutlægan og réttlátan hátt.. Skyldi þessara sjónarmiða hafa verið gætt um ágreiningsmál lögreglu-mannanna?  Þeir áttu svo sannarlega skilið, að þessara sjónarmiða væri gætt. Spyr þó samt, sá er ekki veit.

Sveinn Snorrason

sveinn snorason (IP-tala skráð) 24.9.2011 kl. 15:07

4 Smámynd: Elle_

Nei, ég held ekki að stjórnvöld landsins vilji alvöru löggæslu eða þá að þau hafi ekki skilning á hvað þau eru að niðurlægja lögreglumenn.  Lögreglumenn vinna ekkert eins og skildi fyrir níðingsleg láglaun miðað við álag og önnur lönd.  Það er fyrir löngu kominn tími til að hætta skrípaleiknum með láglaun lögreglu. 

Elle_, 24.9.2011 kl. 19:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband