Krugman hagfræðingur segir þröngsýni að taka upp Evru. Össur fiskeldisfræðingur telur sig hafa meira vit á þessu en Krugman.

Enginn getur haldið því fram að Össur utanríkisráðherra sé slappur ræðumaður.Maðurinn er ótrúlega mælskur og getur stundum verið bráðskemmtilegur. Því miður hefur Össur bitið það alveg fast í sig að upptaka evru hér í stað krónu muni bjarga öllu.Þá hverfur verðtryggingin og skuldir heimila og  fyrirtækja gufa  upp.Vöruverð lækkar og allir brosa sínu breiðasta.Almenn hamingja mun ríkja á Íslandi eftir upptöku evru. Eitt vefst fyrir manni að hlusta á allt flæði frá Össuri, hvers vegna gerðist þetta ekki á Grikklandi?

Nú hefur virtur hagfræðingur Paul  Krugmann sagt það mikla þröngsýni ef við ætlum að stefna að upptöku evru.Færði hann sterk rök fyrir sinni skoðun.

Viðbrögð Össurar. Mikið flóð af alls konar orðum frá Össuri hinum hámenntaða  fiskeldisfræðingi að hvað sem hver segði þá væri evran það sem myndi bjarga Íslandi.

Alveg er það svo stórkostlegt að heyra Steingrím J. lýsa því yfir að evran sé kjaftæði,krónan verði sko áfram á Íslandi. Össur og Steingrímur J.eru báðir í ríkisstjórn Íslands.Stefnan er í sitt hvora áttina og þjóðarskútan er stopp.


mbl.is Hafnar rökum stuðningsmanna evru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Gíslason

Svo er það alltaf spurning hvort maður trúir manni sem talar um fjármál eins og hann er há menntaður á því sviði en í reynd menntaður í kynlífi fiska? Ætli ég trúi ekki frekar manni sem er menntaður á sviði fjármála!

Ómar Gíslason, 29.10.2011 kl. 19:01

2 identicon

Svona eins og við trúðum öllum hámenntuðu fjármálasnillingunum í loftbóluhagkerfinu fyrir hrun? Þú ert svo pólitískt fastnjörvaður Sigurður að þú tækir líka frekar mark á Krugmann en Össuri í fiskeldismálefnum.

Páll (IP-tala skráð) 29.10.2011 kl. 19:23

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Er ekki komin tími á Össur. Það myndi engin siðmentuð þjóð með stolt láta nokkurn pólitíkus ganga svona langt. Hann er virkilega búin að gera sig að athlægi í öllum löndum sem hann hefir komið til. Allur heimurinn veit þetta. Sem dæmi þegar við fórum á hausinn en ég var í Kína, Peking og og eins og er það þá nýta skólakrakkar sér að tala/æfa sig á ensku við útlendinga og spyrja náttúrulega hvaðan fólkið sé. Við sögðum Íslandi og það var hlegið á kínversku já þið fóruð á hausinn.  Ég meina það Össur er grautarhaus.

Valdimar Samúelsson, 29.10.2011 kl. 21:26

4 identicon

Sæll Sigurður. Ég tek undir margt sem þú segir í þessum pistli þínum. Eins og að Össur er ekki slappur ræðumaður og hann getur verið skemmtilegur. Það er líka hárétt að hann er ákafur talsmaður þess að taka upp ervuna ef við göngum í Evrópusambandið.

Margir álíta að margt verði hagfeldara með evrunni en það leysir okkur ekki undan því að hafa skikk á útgjöldum ríkisins og aðgát í allri efnahagstjórninni.

Þú talar um virtan hagfræðing. Hagfræðingar eru margir og skoðanir þeirra misjafnar. Jafnvel nóbelsverðlaunahafar í greininni eru ekki alltaf sammála.

Ég hef tekið eftir því í Mogganum að þar fá fræðimenn gjarnan þá einkunn að þeir séu "virtir" þegar þeir lýsa skoðunum sem falla að sjónarmiðum þeirra sem skrifa þar forystugreinar.

Það eru ólík sjónarmið uppi í hagfræði eins og í öðrum fræðigreinum. Fyrir okkur sem erum leikmenn á þessu sviði er að virða það um leið og við reynum að máta okkar viðhorf og finna þeim stað.

Össur hefur fundið sinn stað og allt í góðu með það. Hann getur fundið fræðimenn sem tala með líkum hætti. "Virta" hagfræðinga. Aðrir eru annarrar skoðunar og vitna líka í "virta hagfræðinga."

Og í lýðræðisríki á það að vera þannig að meirihlutinn nær sínu fram með kosningum. kv.

Kjartan Örn Sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 30.10.2011 kl. 08:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 828233

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband