Vinstri grænir sömdu fyrir kosningar að sækja um aðild að ESB.

Fátt lýsir betur svikum Steingríms J.  við kjósendur VG og upplýsingar Atla Gíslasonar að búið hafi verið að semja um það við Samfylkinguna fyrir kosningar 2009 að sækja um aðild að ESB.

Fyrir kosningarnar sagði VG að ekki kæmi til greina að sækja um. Eftir kosningar allt á fullu að sækja um og fara í aðlögun að ESB.

Og enn reynir forysta VG að halda því fram að þeir vilji alls ekki ESB. Kjósendur hljóta að sjá hvers konar svikagríma er sett upp. Með uppýsingum Atla stendur Steingrímur J.uppi með sína svikagrímu.


mbl.is Sömdu fyrir kosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já og hún er ljót sú gríma.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.10.2011 kl. 10:30

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já og Þjóðin á rétt á því að hann Steingrímur svari fyrir þessi vinnubrögð sín vegna þess að hann var ekki kosin til þessara vinnu sem hann er búinn að vinna...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 31.10.2011 kl. 11:56

3 Smámynd: Elle_

Nákvæmlega sömu umskiptin urðu með ICESAVE.  Forysta bæði Sjálfstæðisflokks og VG fóru á hvolf.  Snúast þeir ekki báðir í öllu milli þess að vera í stjórn og stjórnarandstöðu?   Og Þorgerður líka?  E-ð mikið er bogið við heiðarleika stjórnmálamanna í landinu.  Með nokkrum undantekningum er logið um nánast alla hluti.  Hvaða lýsingarorð ætti að nota yfir svona menn??

Elle_, 31.10.2011 kl. 15:08

4 identicon

Það sem hryggir mig mest að Þjóðarsálin virðis orðin svo dofin yfir þessu öllu að engin hreyfir legga ne lið til nokkurra úrbóta eða krefjast svara !!......Það er helst að einhverjir fámennir hópar safnis saman og reyni að mótmæla ymsu órettlæti og eru þá nefndir illum nöfnum og hraktir burtu  með skömmum .....þetta er nátturlega forkastanlegt i lyðræðisriki og forkastanlegt að almenningur i þessu landi hafi ekki sóma til að berjast fyrir lifi sinu og annara með þvi að KREFJAST HEIÐARLEGT UPPGJÖRS ´A ÞESSU LITLA ÞJÓÐFELAGI .............sem ætti að vera allra hagur og ekki svo margbrotið þó þvi se alltaf borið við !....En við erum bara rúml 300 þus  ,Eins og litil gata i stórborg og ætli það se ekki frekar það sem gerir strik i reikningana??   Ef eg kem upp um frænda minn þá er eg i djúpum skit !!!! Stundum læðist sá ljóti grunur um hugann .að of margir seu samtvinnaðir i fámenni landsins  ,þvi riki þögnin ?????? Og þvi getur Steingrimur haldið áfram i hlutverki Mikka Refs sem hann sannarlega hefur tileinkað ser af" SNILD "  og hikar ekki við eða bliknar undan !

Ragnhildur H. (IP-tala skráð) 31.10.2011 kl. 17:33

5 identicon

Það eina sem íslendingar geta gert í þessarri stöðu er að safna fjöldaundirskriftum og fara fram á það við Ólaf Ragnar forseta að setja þessa ríkisstjórn frá tafarlaust.

Annað hvort kosningar eða utanþingsstjórn.

Prívat, mæli ég með fluggáfuðum japana sem einræðisherra með

300km. radíus frá næsta íslending. Þá gæti kannske ræst úr málunum.

Jóhanna (IP-tala skráð) 31.10.2011 kl. 19:31

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

http://utanthingsstjorn.is/

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.10.2011 kl. 19:48

7 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Nú sátu Vg í stjórn með Samfylkingu fyrir kosningar. (minnihluta stjórnin) Það vissu allir að Samfylkingin vildi og það var hennar helsta kosningarmál að sækja um aðild að ESB.  Báðir flokkarnir lýstu yfir áhuga á að starfa saman áfram fyrir kosningar. Landsfundur Vg taldi að þjóðin ætti að fá að eiga loka orð um aðildarsamning. Svo hvaða svik voru í gangi?

Svo kannski smá vangaveltur fyrir ESB andstæðinga og þá sem elska krónuna:

  • Nú er nokkuð ljóst að orsök stökkbreytra lána er fall krónunar sem var allt of hátt skráð.
  • Ef að við tökum hér af verðtryggingu krónunar þá væntanlega þurfa bankavextir til lengri tíma að endurspegla vexti + verðbólgu svo að bankar geti veitt lán án þess að tapa peningum.
  • Örhagkerfi með sjálfstæðamynt eru í öllum tilfellum hávaxtasvæði. Þ.e. að vextir eru notaðir til að hamla þennslu. Og í örhagkerfi getur ein framkvæmd af stærð Kárahnjúka kallað fram mikla þennslu eins og við vitum og í kjölfarið óðaverðbólgu eins og við könnumst við.
  • Nú er ljóst að króna verður aldrei aftur gjaldgeng í viðskiptum erlendis.
  • Eins er ljóst að sökum hárra vaxta hér í framtíðinni mun leita hingað aftur spákaupmenn  sem vill ávaxta fé sitt í Íslenskum krónum með háum vöxtum í skamman tíma og hirða svo gróðan til útlanda. Þ.e. um leið og höftin verða afnuminn. Og þeir geta svo tæmt hér gjaldeyrissjóði okkar á nokkrum árum þegar þeir rífa þetta fé til baka.
  • Íslenska krónan hefur rýrnað um 2200% síðan hún var sett á laggirnar um 1920 og um 200% síðan 2 null voru tekin af um 1979. Þetta er í raun verðbólgan sem hefur étið verðmæti hennar upp.
Svona aðeins nokkur atriði sem veldur því að ég átta mig ekki á þeirr framtíð sem þið boðið. Hlutirnir verða aldrei eins og voru hér upp úr 2000. Krónan fær aldrei þá tiltrú sem hún þarf þar sem engin annar vill skipta í svo ótraustum gjaldmiðli nema til að ná héðan út gengishagnaði af braski til skamms tíma.  Nú getum við ekki stöðugt tekði að láni gjaldeyri til að eiga í sjóðum. Við þurfum jú að greiða það í gjaldeyri. Svo að land eins og við sem er svo háð aðflutningum á nauðsynjum. Hvaða framtíð eruð þið að sækjast eftir?

Magnús Helgi Björgvinsson, 31.10.2011 kl. 22:00

8 identicon

Magnús Helgi.

Hvaða framtíð erum við að sækjast eftir?

Ég er hvorki með eða móti evru, en ég get ekki með nokkru móti skilið það að íslenskir ráðamenn komi nokkuð til með að breyta innræti sínu hvort þeir hafa í höndum krónu eða evru. Ráðamenn á Íslandi hafa aldrei haft nokkurt fjármálavit og koma ekki til með að fá það, hvort sem þeir hafa evrur eða krónur í höndunum.

Jóhanna (IP-tala skráð) 1.11.2011 kl. 08:38

9 Smámynd: Elle_

Gleymdi ég nokkuð óheiðarleika forystu Samfó að ofanverðu?  Jú, það var of augljóst.  Forystu allra flokkanna 3ja verður að koma frá og koma þeim verstu fyrir dóm, Jóhönnu og Steingrími og Össuri.

Elle_, 1.11.2011 kl. 11:51

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála ELLE.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.11.2011 kl. 12:03

11 Smámynd: Elle_

Já, skrýtið að maður skuli skrifa um óheiðarleika í stjórnmálum og vera svo mikill rati að nefna ekki Versta FLokkinn.  Þó það finnist víða í stjórnmálum má alls ekki sleppa Samfó, hvað þá forystunni. 

Elle_, 1.11.2011 kl. 12:28

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Í þessum pistli nefnilega verið að ræða um lygar og loforð VG Elle mín.  Við vissum alla tíð að Samfylkingin vildi ólm komast í ESB, en að hún væri svo ómekileg að semja við Vinstri Græna um að ganga inn er að vísu það næst lægsta sem hægt var að komast, því vissulega hafa þau vitað að VG ætlaði sér að ná atkvæðum út á neitun.  Þau eru því auðvitað samsek, nú er ég eins og Ragnar Reykás um leið og ég skrifa þetta, rennur upp fyrir mér falsið og lygin í þessu öllu saman.  Auðvitað vissu þau að verið var að spila með landsmenn, fólkið í vinstri grænum, og þáðu silfurbakkann sem þeim var færður með trausti og trúnaði fólksins, flokksmanna, sem töldu sig vera að kjosa gegn ESB. 

Já ég ætla að láta þetta standa svona.  Þetta er allt saman svo auðvirðilegt og ógeðslegt að það er ekki hægt annað en að fyllast reiði og klígju við þessu fólki öllu saman. Svo þykist það vera að endurreisa landið, ég held að endurreisn byggð á lygi geti ALDREI STAÐIÐ TIL LENGDAR.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.11.2011 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband